Hvað er í boði?

Eigum við að fara yfir hvað er í boði á þessum tímapunkti.

Heimavelli: Er að bíða eftir að þeir opni fyrir umsóknir um íbúðir í byggingu í bryggjuhverfinu (4 herb) og á völlunum í Hafnarfirði (5 herb).  samkvæmt heimasíðu þeirra á að afhenda þær í júlí, júlí og ágúst og svo aftur í október.  Ég sendi þeim póst og fékk til baka að þeir opnuðu 1 mánuði áður en þeir afhenda.  Sem þýðir væntanlega að þær verða ekki afhendar fyrir 24. júlí úr þessu. humm ég á að flytja út 31. júlí jú ok sleppur ennþá.

Almenna leigufélagið:  Jú er að græja umsókn fyrir tvær íbúðir sem þeir voru að auglýsa.  Sennilega orðin of sein fyrir raðhúsaíbúðina í Kringlunni sem hefði hentað okkur mjög vel.  En hins vegar þá átti ég aldrei von á að við fengjum hana.  Já af fenginni reynslu frá því fyrir ári síðan þá er vinsælla að leigja útlendingum heldur en íslenskri fjölskyldu með fullt af börnum.  

En svo er líka íbúð á Framnesveginum 5 herb.  gengur upp en ég er svosem ekkert spennt fyrir staðsetningunni.  En svo aftur það er lúxus sem ég get ekki leyft mér.  Allt húsnæði er betra en að standa á götunni með fjölskylduna.

Ég fylgist oft með bæði mbl.is og visir.is og öðrum leiguvefsíðum í von um að þar komi eitthvað bitastætt.  Hús, raðhús, bloggaríbúðir og hæðir til leigu í eitt ár á 360þus til 450þús á mánuði ...... einmitt nei það er orðið of dýrt. 

Reykjavíkurborg:  Einmitt Reykjarvíkur borg, já er búin að tala við þjónustumiðstöðina fyrir mitt svæði.  Já eitt til þrjú ár í bið eftir húsnæði hjá borginni.  Ég spurði hvað geri ég ef ég er ekki komin með húsnæði þegar ég þarf að flytja út..... "þú flytur til afa og ömmu barnanna (með öll börnin) vestur í Skagafjörð"  þetta var svarið.  Ég sorrý þarf vonandi ekki að útskýra hvers vegna þetta gengur ekki upp.

Full svartsýn ...  er það?  Fyrir einu ári vorum við í þeirri stöðu að við vorum húsnæðislaus.  Við fengum inni hjá systir minni sem býr í 60fm í nokkra daga þangað til við fengum núverandi húsnæði afhent, sem við fengum loforð fyrir 3 dögum áður en við skiluðum húsnæðinu af okkur.  Svo já ég er hrædd, kvíðin og má hafa mig alla við að ríghalda í hverja minnstu vonarglætu sem ég get fundið.

En þetta er staðan eins og hún er í dag varðandi hvað er í boði.  En jú þetta gæti verið breytt á morgun eða hinn.... kannski til hins betra eða ekki eða jú eða ekki.......


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband