Gleðilegt nýtt ár

Þá er komið nýtt ár einu sinni enn.  Sveimer þá ef það er ekki bara satt að árin líði hraðar eftir því sem maður eldist.  Þó hefur nú margt gerst á líðandi ári en samantektin kemur seinna.  Ætlaði bara að setja inn smá færslu hérna með nýjárs kveðjum.

Ekki er nú hægt að segja annað en þetta hafi verið rólegheita jól svo róleg að ég er nú bara rétt að komast í gang aftur.  Fór varla af bæ.  Þó var að sjálfsögðu boðið í afmælispartý hér á nýjársdag þar sem Jóhann Haraldur varð nú fimm ára þann 3. jan sl.  Auðvitað var heilmikið fjör og mikið gaman, drengurinn ánægður og enn ánægulegra hvað margir sáu sér fært að koma svona á fyrsta degi ársins.

Nú er lífið að komast í fyrri horfur, börnin byrjuð í skólanum, drengirnir í leikskólanum og ég í vinnu, bóndinn fékk auðvitað ekki mikið frí yfir hátíðirnar, mjólka skal kýrnar og fóðra ærnar hvort sem Jesúbarnið á afmæli eða ekki.

Ætla nú að láta þetta duga í bili,  þarf aðeins að húsmæðrast svona fyrir helgina.

 Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

gleðilegt ár og takk fyrir síðast :)

gott að þú ert farin að blogga

Lóa (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 14:40

2 Smámynd: Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir

gleðilegt ár mín kæra og til hamingju með prinsinn  

Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir, 12.1.2008 kl. 21:43

3 identicon

Dá kell bara vöknuð af blogdvalanum, og eg lögst í hann.   Takk fyrir skemmtilegt afmæli.   Verst að geta ekki verið í því næsta!!!  

Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 04:15

4 Smámynd: Ásta Björk Solis

gledilegt ar somuleidis.

Ásta Björk Solis, 16.1.2008 kl. 21:41

5 identicon

já gleðilegt ár og takk fyrir síðast datt svona allt í einu í huga að fara á blogg síðuhring

Guðrún María (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 18:52

6 identicon

Gleðilegt nýtt ár til ykkar og innilegar hamingjuóskir. Ingunn systir keeps me well informed af því sem gengur á þarna í sveitinni. Og einni gaf hún mér upp lykilorðið, vonandi var það í lagi. Vona að þið hafið sem allra best og vonandi sér maður ykkur fljótlega. Kannski bara í sauðburði??;)

Hafrún (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 14:48

7 Smámynd: Hafdís Jóhannsdóttir

já gleðilegt er árið og veðrið líka.

Jú Hafrún í góðu með lykilorðið, ég var búin að byðja Ingunni um að koma því til þín.  Við höfum það svakalega gott og sjáumst fljótlega, þó vonandi fyrir sauðburð.

Hafdís Jóhannsdóttir, 28.1.2008 kl. 00:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband