sun. 18.2.2007
Að kíkja í heimsókn
Ég er ein af þeim sem finnst alveg óhemju gaman að kíkja í heimsókn til vina og vandamanna. Undanfarið hefur þó dregið töluvert úr því, þar sem ég hef ekki gefið mér mikinn tíma til þess. Ég reyni að heyra reglulega í vínkonum mínum og halda þeim tengslum sem mér eru kær. Svo er ég þess gæfu aðnjótandi að hluti af vinnu minni er að sækja fólk heim. Eftir því sem árin líða finnst mér þetta meira og meira virði.
Mér finnst alveg óendalega gaman og fróðlegt að hlusta á mér eldra fólk segja frá lífsreynslu sinni og lífssýn. Það er staðreynda að kynslóðirnar á undan minni kynslóð hefur upplifað alveg ótrúlegar breytingar á aðstæðum og lífsgæðum. Ekki er mjög langt síðan konur saumuðu öll föt á börnin og þvoðu taubleyjur dag og nótt. Í þá daga var þvottavél algjör luxus. Stundum held ég að við sem eigum að heita að vera í blómalífsins og á besta aldri séum að svipta okkur sjálf og afkomendur okkar ákveðnum lífsgæðum. Við viljum helst hafa tvær þvottavélar og værum sáttari ef við fengjum þvottinn þurran og brotin saman út úr vélinni, þó ekki nema úr annari þeirra, helst samt úr báðum. Við viljum allt það besta. Ekki misskilja mig. Það er ekkert að því að vilja hafa það gott en ég hef mikið verið að velta þessu fyrir mér og kemst oftar en ekki að því að stundum eru hlutirnir keyptir alveg rándýru verði, hvað kostar þetta "allt það besta okkur" þá er ég ekki að tala um krónur eða evrur.
Ég verða að vitna í eina af konunum sem ég sæki reglulega heim, hún er á níræðisaldri og á um 60 afkomendur. "Þetta var bara lífið sem maður lifði, maður var ekki að gráta í hitt". Er þetta ekki málið. Lífið okkar er ekki nóg, við viljum hitt líka. Ég vil þetta allt án þess að gefa neitt eftir og alls ekki frelsið. Ég verð að segja fyrir mig að ég tek svona spretti, ætla að gera þetta allt, fá allt, eignast lífsgæðin. En ég verð aldrei ánægð sama hvað ég eignast. Ég er að fatta þetta, eftir því sem ég eignast meira og elti lífgæðin meira gleymi ég að njóta þeirra. Ég vil alltaf meira. Ég enda alltaf á því að fara til baka, minna mig á að það eru ákveðin grunnatriði sem skipta máli, hitt allt eru bara hlutir. Sumir kalla þetta metnaðarleysi en ég hef kosið að kalla þetta að "njóta þess sem ég á, hef og var gefið. Eitt af þessu eru fólkið í kringum mig. Ég hef ákveðið að líta á fólkið í kringum mig sem hluta af lífsgæðum mínum. Það er alveg nauðsynlegt að taka hausinn út úr eigin rassgati af og til og hlusta á aðra og upplifa heiminn og lífið með þeirra augum og reynslu.
Svo er komin alveg ný merking á gjörningin að kíkja í heimsókn. Ég sat góða stund við tölvuna í gær og kíkti í heimsókn á blogg síður. Mikið var það nú gaman. Ég vafraði um blogg heiminn og kíkti í heimsóknir, kvittaði á sumun síðum en hvarf á braut án þess að kvitta fyrir mig á öðrum síðum. Mér finnst þetta alger snilld, þar sem hluti af vinkonum mínum eru búsettar á öðrum landshlutum en ég, er þetta ágætis lausn fyrir mig til að vera í sambandi við vinkonur mínar. Þetta kemur ekki í staðinn fyrir að fara í heimsókn til þeirra en góð viðbót.
Og vittu til ég held að ég sé að komast að niðurstöðu. Þegar ég stoppaði við og horfði í kringum mig, varða það til þess að ég áttaði mig á því að: þeim sem datt í hug að gera almenningi það mögulegt að halda úti heimasíðum bættu um leið lífsgæði mín. Hver/hverjir sem þú/þið eruð takk fyrir það. Ég þurfti bara að stoppa við og læra að njóta þeirra.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
fös. 16.2.2007
Loksins, loksins
Jæja jæja jæja
Loksins gef ég mér nú tíma til að láta í mér heyra. Gaman að sjá "vegfarendur" kvitta fyrir sig í gestabókina, takk fyrir það.
Ég fékk að upplifa alveg nýja lífsreynslu nú á dögunum. Það flæddi vatn um heimili mitt. Trúið mér þetta er ótrúleg upplifun. Ég er búin príla upp og niður tilfinningaskalan. Það er ekki bara atburðurinn sjálfur sem hefur þessi áhrif heldur samskiptin og viðbrögð fólks í kringum mann. Ótrúlegasta fólk hefur komið á óvart, bæði á jákvæðan hátt og líka á ekki eins jákvæðan hátt. En ég verð að láta það flakka hér, óvæntustu viðbrögðin fékk ég frá manneskju sem kemur mér oftar en ekki á óvart. Henni fannst nú alveg upplagt og reyndar nauðsynlegt að ég leitaði mér hjálpar eftir þessa upplifun. Ég bað um nánari skilgreiningu, Jú henni fannst nú nauðsynlegt að ég leitaði mér aðstoðar hjá geðlækni. Þessi sýn á aðstæður var mér algerlega hulin, þar sem að liggur nú fyrir tiltekt og þrif á flóðasvæðinu, heimili mínu, gat ég á engan hátt tengt starfsemi geðlækna við það. Enn er þetta mér hulið þó hefur þessi tillaga verið mér ofarlega í huga síðan hún kom fram. Þessi atburður er ákveðið áfall en að geðveiki geri vart við sig, ég veit ekki. Reyndar heyrði ég eitt sinn sagt að þetta væri í lagi á meðan maður gerði sér grein fyrir geðveikinni hjá sér, það væri hins vegar ekki gott þegar maður væri alveg viss um að maður væri á engan hátt geðveikur. En svona var nú það.
Geðveiki eða ekki.....hver veit? En ég er nokkuð viss að geðlæknir kemur ekki til aðstoðar í þessu tilfelli. Þó skemmtileg tilhugsun, geðlæknir, gúmmihanskar, moppa og gólfið heima hjá mér. Ég væri alveg til í að borga nokkra þúsund kalla fyrir það, en þú?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)