Moldvarpan sem vildi vita hver skeit á hausinn á henni.

Nei ég er ekki búin að missa það.  Þetta er titill á annars alveg ágætri bók sem ég keypti handa syni mínum og við lesum oft og höfum gaman af.

http://edda.is/net/products.aspx?pid=857&source=edda.is

En ég get engan vegin haft eins gaman af því þegar skitið er á hausinn á mér.  Þetta er bara alveg orðið gott.  Ég stend mig að því að gera eins og moldvarpans sem vildi vita hver skeit á hausinn á henni.  Hún fann sökudólginn sem var hundur slátrarans, hann Drellir, gerði sér lítið fyrir og snaraði sér upp á þak hundakofans og skeit á hausinn á hundinum.

Ekki misskilja mig hérna,  engin þörf á drulluheldu höfuðfati þegar ég birtis, engin ásetningur um að fara að losa sig við saur á hausinn á einhverjum.  Það sem ég er að reyna að koma mér að er nákvæmlega það að mér er alveg um megn að skilja og er farið að langa til að vita

Þegar einhver leggur eitthvað á sig til að aðstoða fólk í kringum sig afhverju eru launin oftar en ekki skítkast og skætingu?  Oftar en ekki leyfum við okkur þetta við okkar nánasta fólk eða það fólk sem reynist okkur hvað best. Ég hef þá trú að heimurinn er betri staður ef maður leggur sitt að mörkum til að hjálpa þegar því er komið við, ég tala nú ekki um ef viðkomandi stendur manni nærri hvort heldur sem fjölskylda eða vinur.  Oftar en ekki fær maður skítkast og ónot til baka, eða það sem ég hef aldrei getað sætt mig við að fólk heldur að það geti sagt hvað sem er við mann.  Ætlar sér að "taka mann í gegn".

Núna undanfarið hef ég bara alveg fengið nóg af þessu,  og til að öðlast smá skilning á þessu hvað það er í mínu fari sem gefur fólki leyfi til eða kallar fram þörfina "að taka mig í gegn". 

Þannig að lagt var af stað í kossförnina miklu!! Spurningin er : Hvernig standi á þessu?.  Fólk virðist leyfa sér að segja hinu ótrúlegustu hluti við viðkunnalegasta fólk.  Reglan virðist vera því viðkunnalegra sem fólk er því meira skítkast. Er málið það að ef maður stendur ekki argandi og gargandi alveg sturluð úr frekju þá virðist sem allt í lagi sé að skíta endalaust á hausinn á viðkomandi.  Þannig að þegar á vegi mínu hefur orðið mannenskja sem gerir sig líklega til að girða niður um sig buxurnar og setjast á hækjur sér  til að drulla á hausinn á mér, hef ég vikið mér fimlega undan og spurt hreint út

Hver gaf þér leyfi til að skíta á hausinn á mér?

 Hvað gefur þér leyfi til að taka annað fólk í gegn?

 Hvað gefur þér leyfi til að segja svona við annað fólk?


Að vera eða vera ekki.....

Mamma hvað ætlar þú að verða þegar þú verður fullorðin?

Ég sá mér nú ekki annað fært en að útskýra fyrir syni mínum að ég væri nú þegar fullorðin, þar sem sonur minn er þeim kosti gæddur að gefast ekki upp fyrr en í fulla hnefana eða fyrr en spurningunni hefur verið svarað á þann hátt að hann geti lokað málinu með spekinslegum tóni í röddinni er hann segir "já, ég skil"  þá gerði hann sér lítið fyrir og endurorðaði spurninguna:

Mamma, hvað ert þú þegar þú ert fullorðin?

Ummmmm. ég er mamma þín og Hafdís klóraði ég í bakkan og vonaði að hann leti það gott heita.  Nei, hann vildi vita hvað ég ætlaði að verða eins og hann ætlaði að verða söngvari.  Þá sá ég mér ekki annað fært en að útskýra fyrir honum að ég væri Hafdís og mamma hans en ég ynni sem fjósastúlka, heimilishjálp og seldi fasteignir.   Það væri eitt að vera og annað að vinna við eitthvað.  Í kjölfarið fylgdu miklar og spekingslegar umræður sem lauk með spekingslega tóninum í röddinni er hann sagði " já, ég skil, ég er Jóhann Haraldur Dan Hafdísarson og ætla að vinna við að syngja og fá peninga fyrir".   Ég let þetta gott heita en verð nú samt að viðurkenna að sem mömmu langaði mig eitt andartak til að taka litla drenginn minn, sem reyndar þvertekur fyrir að vera lítill, vefja hann inn í bómul og segja honum að vera bara alltaf drengurinn hennar mömmu, vera ekkert að þessu "söngvaraveseni" , bara bras, hann gæti bara sungið fyrir mömmu sína.   En svo leið það andartak og lífið heldur áfram. Ég er reyndar fegin því að hann er búinn að ákveða að fara í Hrafnargilsskóla áður en hann fer í enskuskólann, en það stóð til að fara beint í enskuskóla eftir leikskóla.  Hann er alveg staðráðinn í því að tala ensku þegar hann verður fullorðinn.     

En burt séð frá öllu þessu eru við mæðginin nú sátt á að hann geymi það í nokkur ár að verða fullorðin,  sagði honum að njóta þess að vera barn, svo ætti hann eftir að verða unglingur áður en hann yrði fullorðin.  Nei hann helt nú ekki hann ætlaði sko ekki að verða neinn unglingu!!!!!!

Að vera eða vera ekki.......... ekki spurning eða hvað?


Mamma hvað ætla þú að verða þegar þú verður fullorðin?

Oftar en ekki þegar ég og 4ra ára sonur minn erum á ferð á milli staða, gefst tími til að ræða málin.  Við ræðum gjarnan það sem á vegi okkar verður og hvað hefur á dag okkar drifið.  Núna um daginn tilkynnt hann mér hvað hann ætlaði að verða þegar hann yrði fullorðinn.  Svo kom spurningin, 

Mamma hvað ætlar þú að verða þegar þú verður fullorðin? 

 

 


Lífið í sveitinni

Þeir sem eitthvað þekkja til mín eða hafa um tíma verið samferða mér á lífsleiðinni kemur það sennilega ekki mikið á óvart að ég er aftur komin heim í sveitna.  Ég ólst upp í sveit, hef prófað lífið í borginni, litla bænum og stóra bænum en er nú komin aftur í sveitina.  Já loksins við upphaf fertugsaldursins er ég komin heim aftur.  Mér finnst þetta æðislegt.  Ég upplifi mig stundum eins og Sigga Sigurjóns í Dalalífi þegar hann komst í sveitina " I love it".   Ég er þó ekki orðin alvöru bóndi með bú og búmark, heldur er ein af þeim sem bý út í sveit en hef atvinnu af öðru en búskap, svona "kaupstaðabóndi" eins og kúrekarnir í Texas kalla það.  Þar voru þeir sem klæddu sig eins og kúreka en voru ekki "alvöru" kúrekar,  kallaðir "drugstore cowboys".

Ég komst að því síðastliðið haust er ég þáði boð um að taka þátt í dagsverki við að koma jarðeplum úr jörðu í geymslu, að í sveitinni og sveitastörfunum á ég heima.  Í framhaldi af því bauðst mér vinna við mjaltir 3-4 kvöld í viku.  Til að gera langa sögu stutta þá þáði ég það og í sannleikanum sagt þá hreinlega elska ég það.  Mér finnst æðislegt að enda vinnudaginn með þessum bráðforvitnu klaufdýrum, sem gefa okkur hvítagullið.  Ég kem alveg endurnærð frá þessari yðju. 

Nú stend ég mig að því er ég ferðast hér um sveitina, full eftirvæntingar eftir vorinu sem rétt er að gera vart við sig,  með ósk um að komast í heyskap og finn hvernig óskin verður sterkari og sterkari eftir sem dagarnir líða og sól hækkar á lofti.  Ég er að hugsa um að kaupa mér hús langt fram í firði og gerast algert náttúrubarn.  Ég sé mig svo fyrir mér stinga upp smá garð og rækta þar bæði kartöflur og gulrætur.  Sitja á veröndinni í morgunkyrrðinni í klædd lopapeysunni og ullasokkunum (sem ég prjónaði sjálf) með ný malað og uppáhellt kaffi í bolla og heimabakað brauð, langt fram í sveit og alveg elska þetta.  Skreppa svo um helgi á nágrannabæ og komast í heimskap og girðingavinnu. 

Gæti lífið orðið eitthvað betra en það? 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband