sun. 24.12.2006
Jólin eru komin.
Með ósk um gleðileg jól, frið og farsæld sendi ég hér línu inn.
Ég hef átt rólegan dag eins og þetta á að vera. Ég er búin með allt sem ég kom í verk en hitt verður bara að vera ógert því jólin koma alltaf. Ég ákvað að vera heima hjá mér í gærdag á þorláksmessu, en ég hef vanalega farið bæjarferð á þeim degi. Ég setti hrygg í ofnin og hringdi í mína nánustu og bauð til borðs. Ekki stóð á því nánasta sem hamaðist við að ná að klára að versla síðustu jólagjafirnar, (sumir allar jólagjafirnar) að renna í sveitina til mín og snæða hrygginn og silunginn sem ég hafði sett í ofnin vegna óvæntra og góðra undirtekta. Þetta var ein af mínum bestu jólagjöfum í ár. Svona á þetta vera. Hálfskúruð íbúðin en góður félagsskapur yfir góðum landbúnaðarafurðum.
Ég óska gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fim. 21.12.2006
Byrjuð að blogga
Þá er ég orðin bloggari.
Það er ekki úr vegi að enda árið á að byrja að blogga. Ég er smátt og smátt að koma mér á tækniöldina, gengur bara vel. Þar sem ég gat varla sent E-mail fyrir tveimur árum. Núna er ég komin á bloggið og í skóla á netinu, ótrúlegt, en satt.
bara rétta að byrja.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)