sun. 25.3.2007
Moldvarpan sem vildi vita hver skeit á hausinn á henni.
Nei ég er ekki búin að missa það. Þetta er titill á annars alveg ágætri bók sem ég keypti handa syni mínum og við lesum oft og höfum gaman af.
http://edda.is/net/products.aspx?pid=857&source=edda.is
En ég get engan vegin haft eins gaman af því þegar skitið er á hausinn á mér. Þetta er bara alveg orðið gott. Ég stend mig að því að gera eins og moldvarpans sem vildi vita hver skeit á hausinn á henni. Hún fann sökudólginn sem var hundur slátrarans, hann Drellir, gerði sér lítið fyrir og snaraði sér upp á þak hundakofans og skeit á hausinn á hundinum.
Ekki misskilja mig hérna, engin þörf á drulluheldu höfuðfati þegar ég birtis, engin ásetningur um að fara að losa sig við saur á hausinn á einhverjum. Það sem ég er að reyna að koma mér að er nákvæmlega það að mér er alveg um megn að skilja og er farið að langa til að vita
Þegar einhver leggur eitthvað á sig til að aðstoða fólk í kringum sig afhverju eru launin oftar en ekki skítkast og skætingu? Oftar en ekki leyfum við okkur þetta við okkar nánasta fólk eða það fólk sem reynist okkur hvað best. Ég hef þá trú að heimurinn er betri staður ef maður leggur sitt að mörkum til að hjálpa þegar því er komið við, ég tala nú ekki um ef viðkomandi stendur manni nærri hvort heldur sem fjölskylda eða vinur. Oftar en ekki fær maður skítkast og ónot til baka, eða það sem ég hef aldrei getað sætt mig við að fólk heldur að það geti sagt hvað sem er við mann. Ætlar sér að "taka mann í gegn".
Núna undanfarið hef ég bara alveg fengið nóg af þessu, og til að öðlast smá skilning á þessu hvað það er í mínu fari sem gefur fólki leyfi til eða kallar fram þörfina "að taka mig í gegn".
Þannig að lagt var af stað í kossförnina miklu!! Spurningin er : Hvernig standi á þessu?. Fólk virðist leyfa sér að segja hinu ótrúlegustu hluti við viðkunnalegasta fólk. Reglan virðist vera því viðkunnalegra sem fólk er því meira skítkast. Er málið það að ef maður stendur ekki argandi og gargandi alveg sturluð úr frekju þá virðist sem allt í lagi sé að skíta endalaust á hausinn á viðkomandi. Þannig að þegar á vegi mínu hefur orðið mannenskja sem gerir sig líklega til að girða niður um sig buxurnar og setjast á hækjur sér til að drulla á hausinn á mér, hef ég vikið mér fimlega undan og spurt hreint út
Hver gaf þér leyfi til að skíta á hausinn á mér?
Hvað gefur þér leyfi til að taka annað fólk í gegn?
Hvað gefur þér leyfi til að segja svona við annað fólk?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)