lau. 7.4.2007
Hreinskilni og væntumþykja
Jæja ég ætlað að vera búin að skrá framhald af síðustu sögu fyrir lifandi löngu en... þannig að nú kemur framhaldið.
Það kom mér á óvart í krossförinni miklu er ég fór að spurja til baka hvers vegna segir þú þetta við mig? Hvernig getur þú vitað hvað er mér fyrir bestu betur en ég? Hvað gefur okkur leyfi til að "taka aðra mannesku í gegn"? Jú oftar en ekki fekk ég svörin, " ja ég er bara svo hreinskilin manneskja, ég segi það sem mér finnst. Svo fylgdi oftar en ekki tal um væntumþykju þar á eftir.
Já ok nú var þetta farið að meika sens, það er nú bara þannig að okkur er ekki alltaf gefið að sjá sjálf okkur eins og aðrir sjá okkur, sem betur fer stundum. Stundum þurfum við leiðsögn annarra og stundum er ágætt að sjá sig með augum annarrs. En þar sem undirrituð er í smá uppreisn núna þá gat ég ekki annað en spurt áfram, en hvað með það að stundum má satt kyrrt liggja? Hvað með aðgát skal höfð í nærveru sálar? Hef ég semsagt leyfi til að vera segja hvað sem er við hvern sem er, ef ég er hreinskilin manneskja? Já hún helt það nú, en þegar ég sneri dæminu við og spurði hvað finnst þér um ef ég segi við þig og endurtók hennar orð til mín? Og viti menn það var bara ekki alveg eins sniðugt. Þannig að þetta átti bara ekki alveg jafn vel við þegar þessu var snúið við. En þannig er það kannski með okkur öll.
En nú er kannski komið nóg af þessum vangaveltum. En engu að síður athyglisvert. kannski virkar það bara vel að fara alveg aftur í kristinfræðina burt séð frá öllu öðru.
Elskaðu náungan eins og sjálfan þig.
Gleðilega hátið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)