Lifi enn á helginni.

Þá er vel liðið á vikuna, sumarfríð nálgast og loksins er komin rigning.  Já það var bara alveg kominn tími á smá rigningu, aðeins að bleyta í gróðrinum.

Ég get sko sagt ykkur það að helgin var svo góð að ég lifi enn á henni.  Á Þjóðhátíðardaginn skelltum við okkur í bæinn með Guðrúnu og Gabríel.  Auðvitað var aðeins stoppað við sviðið, keypt rándýr blaðra og við mæðginin letum okkur hafa það að bíða og bíða í röð til að drengurinn gæti nú rennt sér nokkrar ferðir í uppblásinni rennibraut hjá Skátunum.  Svo kíktum við í "túristaverslunina" Víkingur á göngugötunni.  Alger snilld þessi búð.  Þessi búð er trúlega eitt best geymda verslunarleyndarmál hér á Akureyri.  Ef þú hefur ekki farið þarna nýlega eða aldrei þá held ég að það sé kominn tími til að reima á sig betri skóna, tölta í bæinn og skella sér í Víking. (ódýr þessi maður LoL)

Laugardagurinn var alger snilld.  Eftir fjósið tókum við því bara rólega, fengum okkur morgunmat.  sonurinn horfði á barnaefni, mamman bloggaði og drakk nýmalað morgunkaffið í morgunkyrrðinni.  Svo drifum við okkur í sund í Hrafnargilslaugina, fengum okkur ís og skelltum okkur svo í Jólahúsið.  Það er nú betra að hafa vaðið fyrir neðan sig og byrja að huga að jólunum, það styttist óðum. FootinMouth     Jóhann fékk sér hangiket hjá jólasveininum og ég keypti mér karmellur og skoðaði úrvalið.  Svo tókum við rúnt um bæinn.  Þvílík umferð,  ég þurfti að bíða fimm sinnum á umferðaljósi hér í bæ,  og það gerist ekki á hverjum degi.  Drengurinn lagði sig í smá stund eftir allan hamaganginn og mamma dreif sig í kaffi í Jötunnfell, enda orðin vel kaffiþyrst eftir þetta allt saman.  Góð stund þar, takk fyrir mig. Joyful Þá var kominn tími til að láta sjá sig í grillveislunni sem við vorum boðin í.  ummmmm ég held sveimer þá að ég sé bara enn södd eftir þetta, enda át ég eins og hross í afmæli !!!!  FootinMouth


Bloggfærslur 19. júní 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband