þri. 17.7.2007
Kárahnúkar, Sænautasel, Reyðarfjörður.....
Jæja þá er maður orðin svo frægur að hafa komið að Kárahnúkum. Vá hvað er mikið af náttúruperlum þarna á leiðinni uppeftir. Og Vá hvað þetta er allt stórt þarna..... ég er svo til orðlaus. Við þvældum svo þarna um hálendið fengum okkur lummur og kakó í Sænautaseli. Þetta er alveg ótrúlegt ég held ég sé ekki alveg búin að ná þessu enn.
Svo renndum við mæðginin yfir á Seyðisfjörð og kíktum í kaffi til vinkonu minnar sem ég hafði nú ekki séð í tvö ár. Ótrúlegt hvað tíminn líður hratt. Þó var eins og ég hefði hitt hana í gær. Alveg ótrúlega gaman af þessu og fegin er ég að hafa drifið mig yfir heiðina. Svo renndum við sonurinn Fagradalinn í gær og enduðum í Reyðarfirði. Nei önnur borg heyrðist þá í aftur sætinu. Honum fannst nú ekki mikið til koma þegar ég var svo að reyna að segja honum vá sjáðu álverið, umm já, voru einu svörin sem ég fékk. En þar sem við vorum komin þetta langt var ákveðið að renna á Fáskrúðsfjörð. Og aftur heyrðist nei önnur borg. Þó fannst okkur enn merkilegra að það var sól þegar við fórum inn í fjallið en engin sól þegar við komum út. Hver tók sólina. Eins þegar við heldum heim á leið þá var engin sól þegar við fórum í göngin en sól þegar við komum út úr göngunum. Þá var minn maður kominn með nóg af þessu og lagði sig í Fagradalnum á leiðinni heim. Auðvitað er aðeins búið að skella sér í Hallormsstaðaskóg, í sund á Egilsstöðum, skoða Kaupfélag Héraðsbúa og fá sér ís í sjoppunni. Þetta er nú búið að vera alveg ágætis ferðalag það sem af er en þó hefur sonur minn nú aðeins nefnt það hvort við þyrftum nú ekki aðeins að skreppa til hennar ömmu, hann þurfi nú aðeins að tala við hana.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
þri. 17.7.2007
Egilsstaðaborg........
Það er sko kominn tími til að blogga. Eins og áður hefur komið fram erum við mæðginin á ferðalagi. Eftir að hafa komið sér af stað, loksins, keyrðum við í himnesku veðri austur á land. Auðvitað var stoppað við Goðafoss til að skoða, eitthvað sem mér finnst ég alltaf þurfa að gera ef ég er þarna á ferð. Syninum fannst þetta nú heldur merkilegt þó ekki síst þar sem hann var nú sannfærður um að þarna væru nú hákarlar. En hvað um það hann gætti nú allavega að sér þar sem hann vildi nú ekki lenda í kjaftinum á þeim. Svo var stoppað til að pissa og fá sér smá nesti í Reykjahlíð, þar gaf sonur minn sig á tal við hvern útlendingin á fætur öðrum til að fræða þá um orkudrykki og annan varning sem í verslunninn var. Var nú eitthvað fátt um svör. Auðvitað vöktu litlu ljósastaurarnir á Egilsstöðum mikla athygli en þó ekki eins mikið og Bónus. "Mamma sjáðu Bónus, þetta er nú skrítið Bónus" glumdi í aftursætinu er við renndum þar hjá. Ekki minkaði kátínan þegar við sáum svo Landsbankan, "mamma það er allt svo skrítið í þessari borg"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)