mán. 9.7.2007
Sumarfrí, loksins
Þessa dagana hamast ég við að reyna að kom mér í sumarfrí. Gengur svona misvel en er þó að hafast. Nú á bara eftir að laga til, pakka, henda töskunum og krakkanum í bílinn og bruna af stað.
Reyndar er ég búin að afreka það að taka blessaðan bílinn minn alveg í nefið. Sápuþvo, bóna, extra glans, ryksuga, sápuþvo motturnar, þurrhreinsa sætin og þrífa innréttingar ég á bara eftir rúðurnar og fara með bílinn í smurningu þá er þetta orðið alveg stórglæsilegt. Það er þá hægt að byrja með sóma að skíta bílinn út aftur jæja svona er þetta bara.
En annars gengir þetta nú bara sinn vanagang hérna í sveitinni. Bændur að verða eða búnir að heyja, sauðir og hross farnin á fjall eða afrétt, kýrna í haganum, hundar og kettir að verða búnir að losa sig við vetrarfeldinn.
Gæti þetta verið eitthvað betra. Ég er komin í sumarfrí.........jey
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)