Sjálfshjálparbækur

Þeir sem til mín þekkja vita að Sjálfshjálparbækur eru eitthvað sem freistar mín.  Oftar en ekki þá læt ég undan þeirri freistingu að lesa slíkar bækur.  Eins og með allt annað eru þeir mjög misjafnar bæði hvað varðar efnistök og gæði.  En eitt eiga þær þó sameiginlegt fyrir mig að þær vekja mig til umhugsunar.

Þær bækur sem ratað hafa á náttborðið hjá mér þessi misserin eiga þann boðskap sameiginlegan að benda á mátt hugans og hugsunar.  Þú færð það sem þú hugsar.  Þú ert það sem þú hugsar.  Auðvitað eftir allan þennan lestur þá var ekki annað hægt en að huga nú aðeins að hvað er ég að hugsa.  Hver eru viðhorf mín og hvar liggja gildin.  Ef lögmálið er að ég uppskeri eins og ég sái,  og uppskeran er ekki eins og ég ætlaði þá verð ég líklega að skoða hverju ég sáði og með hverju ég vökvaði eða hvaða áburð ég notaði.

Eftir smá umhugsun var ekki annað hægt en að taka meðvitaða ákörðun um að gera sér líið ekki erfiðara en það þarf að vera.  Mamma sagði gjarnan við okkur systkynin " Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir"  Það tók mig mörg ár að skilja hvað þetta þýðir í raun.  Ég er allavega búin að ná betri skilnig á því í dag en ég hafði í gær. 

Nú er það yfirlýst stefna heimilisins að gleði og jákvæðni skal höfð að leiðarljósi.  Maður missir af ef maður er alltaf í fýlu.  Ég geri mitt besta til að vera betri manneskja í dag en í gær.  Við þökkum fyrir það sem við höfum og reynum að njóta þess.   Við erum eins hreinskilin og unnt er, (svo framarlega að það geri betra) en ekki taka það persónulega.  Ótrúlegt en satt,  lífið gengur svo miklu betur í dag en í gær.  Aðstæður og daglegt líf hafi ekki mikið breyst,  "bara" viðhorfið.   Þetta er samt allt annað líf.  Sveimer þá ef þetta virkar ekki bara.


Bloggfærslur 19. ágúst 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband