Þá er komið að því

Að við Jóhann erum að flytja.  Ekki það að ég nenni því bara ekki og er alveg komin með nóg af þessum fluttningum en vonandi verður þetta bara til batnaðar og í langan tíma.  Við mæðginin erum sem sagt að flytja enn lengra fram í sveit þar sem við fáum einbýlishús og algera sveitasælu.  Ég flyt út hér fyrir mánaðarmótin, eftir 1. viku, og ég er orðin frekar stressuð með þetta allt.  Það er ekki til að bæta ástandið því þegar ég verð svona stressuð þá verð ég svo verklaus,  hef mig ekki í að gera neitt, bara snýst hringinn í kringum sjálfa mig.  En ég er þó byrjuð að flytja og er komin vel á veg með að pakka.  Í gærkvöldi náði ég svo að þrífa alla gluggana í íbúðinni, hurðarnar og bar á þær, einn fataskáp og loftið í öðru herberginu.  Ég veit af fenginni reynslu að þetta hefst alltsaman á endanum.  En alltaf spyr maður sig,  Hvernig stendur á öllu þessu smádóti í kringum mig?

p.s.  öll aðstoð er vel þegin Smile


Bloggfærslur 24. ágúst 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband