sun. 26.8.2007
Sunnudagur til sólar
Setja í kassa, bera kassa, setja í poka, bera poka. tæma skúffur, bera kommóðu, setja skó í poka, bera skóhillu, bera sófa, bera stóla, bera borð. Svona leit gærdagurinn út hjá mér. Reyndi setti rigningin smá strik í reikninginn en ótrúlegt nokk þá gat ég bara notað tíma þó það rigndi. Þetta er svona smá saman að koma. Ég sit hérna á barnastól við litla borðið sem ég smíðaði í smíðum í barnaskóla, innan um hálf fulla kassa og dót. Þetta hefur nú samt gengið alveg ótrúlega vel, nú fer að koma að því að verða sér út um aðstoð við að taka þyngra og stærra dótið. Mikið yrði ég hrikalega fegin ef ég næði að losa aðeins meira í dag. Þá fer nú að sjá fyrir endann á þessu. Mamma gamla kom nú við í gær með tóma kassa fyrir mig og fór með mér eina ferð. Það var nú alveg hrikalega gott, takk fyrir það "gamla". Nú er bara að halda áfram í dag.
Ég get ekki annað en minnst á það hvað var gaman að fá allar þessar athugasemdir í gær. Þið trúið því ekki hvað ég fór langt á þeim. Þetta var sko alveg fullur aukatankur af orku. Takk takk
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)