fim. 10.1.2008
Gleðilegt nýtt ár
Þá er komið nýtt ár einu sinni enn. Sveimer þá ef það er ekki bara satt að árin líði hraðar eftir því sem maður eldist. Þó hefur nú margt gerst á líðandi ári en samantektin kemur seinna. Ætlaði bara að setja inn smá færslu hérna með nýjárs kveðjum.
Ekki er nú hægt að segja annað en þetta hafi verið rólegheita jól svo róleg að ég er nú bara rétt að komast í gang aftur. Fór varla af bæ. Þó var að sjálfsögðu boðið í afmælispartý hér á nýjársdag þar sem Jóhann Haraldur varð nú fimm ára þann 3. jan sl. Auðvitað var heilmikið fjör og mikið gaman, drengurinn ánægður og enn ánægulegra hvað margir sáu sér fært að koma svona á fyrsta degi ársins.
Nú er lífið að komast í fyrri horfur, börnin byrjuð í skólanum, drengirnir í leikskólanum og ég í vinnu, bóndinn fékk auðvitað ekki mikið frí yfir hátíðirnar, mjólka skal kýrnar og fóðra ærnar hvort sem Jesúbarnið á afmæli eða ekki.
Ætla nú að láta þetta duga í bili, þarf aðeins að húsmæðrast svona fyrir helgina.
Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)