Burstaðu tennurnar, notaðu tannþráð, settu þér markmið, sparaðu.........

Þegar ég var lítil þá hlakkaði ég svo mikið til að ráða mér sjálf.  Gera það sem mig langaði til og gera ekki það sem mig langaði ekki til.  Engir foreldrar að siða mig til eða segja mér að gera eitthvað sem mig langaði ekki til eða hreinlega bara hafði ekki nennu til.

Nú er ég orðin fullorðin, formlega komin á fertugsaldurinn, er sjálf orðin foreldri og uppalandi.  Ég er að sjálfsögðu fyrir löngu búin að komast að því að það þarf enn að gera þessu hluti sem mig langaði ekki til að gera og til að gera lífið nú aðeins auðveldara reyni ég að hafa gaman af þessum hlutum sem ég hef í raun ekki gaman af,  verum raunsæ, hverjum finnst gaman að fara út með ruslið eða þrífa klósettið,,. 

Það er þó eitt sem ég get ekki áttað mig á:   Hvenær í ósköpunum stendur á því að fjölmiðlar hafa tekið við af pabba og mömmu??

Burstaðu tennurnar, notaðu tannþráð, ekki skola munninn eftir burstun, spenntu beltið, borðaðu grænmetið, sparðu, settu þér markmið, hvað sem þú gerir ekki gera ekki neitt....... 

Seldi mamma uppeldisfrasana????  eða var það pabbi??????

Þetta er alveg að ganga frá mér,  ég finn uppreisnar unglinginn reyna brjótast upp á yfirborðið og verkjar í fæturnar við að reyna að sprona við þeirri þróun að fjölmiðlar og auglýsingar stjórni mér og mínu heimili.  Ég er ekki alveg tilbúin til að gefa eftir baráttulaust val mitt til að velja á milli góðu og slæmu venjanna,  já ég er að pirra mig á auglýsingunni  þar sem okkur er sagt hvað eru góðar venjur og slæmar venjur, og "auvitað" er það góð venja að borða morgunkornið sem konan í rauðakjólnum er að auglýsa,.  Þetta er bara eitt dæmi af mörgum,  auglýsingartíminn og spjallþættir eru stútfullir af áróðri hvað við verðum að gera, vera og vera í, hvernig við verðum að vera til að geta komist í gegnum daginn.  Hvernig heimilið verður að líta út svo við getum boðið gestum og gangandi inn til okkar.

Lesandi góður þú ert væntanlega búinn að átta þig á því núna að það er "smá" sjálfstæðisbarátta í gangi. 

Ég gaf systir minni sem var að byrja að búa matarstelli mitt sem er saman sett af eins diskum, djúpum/grunnum, bollum, litlir/stórir, skálum, litlum/stórum/enn stærri, kökufat.... og nú er ekkert eins í skápunum.  Þigg gjarnan diska og bolla sem aðrir vilja losa sig við, helst ef þetta er stakt.  Innbúið er notað og gamalt, sem enginn vill eiga lengur, eins með gardínur og dúka.  Það þarf nú vart að taka það fram að ég kaupi ekki rauða morgunkorn, það eru ekki nammi-dagar á mínu heimili, við reyndar burstum tennurnar, setjum okkur markmið og erum byrjuð að spara fyrir fermingunni þó enn séu 9 ár til stefnu.  En stundum finnst okkur bara best að gera bara ekki neitt.

Svo ég reyni nú að komast að niðurstöðu þá er ég búin að fá nóg af áróðrinum og áreitinu sem riðst yfir mig allan liðlangan daginn.   Ég reyni eftir fremsta megni að nýta minn rétt til að velja og hafna,  ég get jafnframt alveg viðurkennt það að auglýsingar og spjallþættir stjórna lífi mínu.   Hvort sem mér líkar það betur eða verr, en ég reyni að varðveita unglinginn í mér og gefast ekki upp baráttulaust.

Ranghugmynd eða ekki þá vil ég gjarnan trúa því og rígheld  í þá hugmynd að þrátt fyrir allt þá á ég mig sjálft.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband