Lífið á bænum

Nú er vorið komið og allt að vakna til lífsins. Janúar til mars er svona að öllu jafna rólegasti tími ársins hér í sveitinni. Nú er allt að komast á fullt, sauðburðirinn er byrjaður og huga þarf að vorverkunum. Reyndar er nú s.s. alveg sama hvaða tími ársins er fyrir húsmóðurina alltaf nóg að gera. Dagurinn í dag er svo sem ekkert ólíkur öðrum dögum..... bara spurning um hvar og á hverju maður byrjar. Að sumuleyti er þetta ágætt að geta ráðið sér sjálfur en þegar úr mörgum verkefnum er að velja er ekki laust við að valkvíði geri vart við sig eða letin heltaki mann alveg meir en góðu hófi gegnir.
Í dag vildi ég hafa allan heimsins tíma því sennilega verður ekki hjá bæjarferð komist þar sem bergmálið í ísskápnum er... já ekki vel séð. Svo þyrfti ég svo sannarlega að taka hraustlega til hér á bæ og þrífa. (já það er ekki hvítskúrað á bænum, en ekki segja neinum). Mest langar mig til að smúla og þrífa tröppurnar í sólinni og skondra svo í fjárhúsin og marka þau lömb sem komin eru. Nú þarf ég að velja á milli þess sem þarf að gera og verður að gerast í dag eða það sem þarf að gera og mig langar að gera í dag. Þetta væri jú auðvitað mikið þægilegara ef mig langaði til að gera það sem þarf að gera. Eða er þetta bara spurningin um að mig langi að gera það sem þarf að gera?

Amma sagði "sumt þarf að gerast á ákveðnum tíma, svo það er eins gott að reyna hafa bara gaman af því" það skildi þó ekki vera að gamla talaði af reynslu og hefði rétt fyrir sér......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband