Loksins, loksins

Jæja jæja jæja

 Loksins gef ég mér nú tíma til að láta í mér heyra.  Gaman að sjá "vegfarendur" kvitta fyrir sig í gestabókina, takk fyrir það. 

  Ég fékk að upplifa alveg nýja lífsreynslu nú á dögunum.  Það flæddi vatn um heimili mitt.  Trúið mér þetta er ótrúleg upplifun.  Ég er búin príla upp og niður tilfinningaskalan.  Það er ekki bara atburðurinn sjálfur sem hefur þessi áhrif heldur samskiptin og viðbrögð fólks í kringum mann.  Ótrúlegasta fólk hefur komið á óvart, bæði á jákvæðan hátt og líka á ekki eins jákvæðan hátt.  En ég verð að láta það flakka hér,  óvæntustu viðbrögðin fékk ég frá manneskju sem kemur mér oftar en ekki á óvart.  Henni fannst nú alveg upplagt og reyndar nauðsynlegt að ég leitaði mér hjálpar eftir þessa upplifun.  Ég bað um nánari skilgreiningu,  Jú henni fannst nú nauðsynlegt að ég leitaði mér aðstoðar hjá geðlækni.  Þessi sýn á aðstæður var mér algerlega hulin, þar sem að liggur nú fyrir tiltekt og þrif á flóðasvæðinu, heimili mínu, gat ég á engan hátt tengt starfsemi geðlækna við það.  Enn er þetta mér hulið þó hefur þessi tillaga verið mér ofarlega í huga síðan hún kom fram.  Þessi atburður er ákveðið áfall en að geðveiki geri vart við sig, ég veit ekki.   Reyndar heyrði ég eitt sinn sagt að þetta væri í lagi á meðan maður gerði sér grein fyrir geðveikinni hjá sér, það væri hins vegar ekki gott þegar maður væri alveg viss um að maður væri á engan hátt geðveikur.  En svona var nú það. 

Geðveiki eða ekki.....hver veit?  En ég er nokkuð viss að geðlæknir kemur ekki til aðstoðar í þessu tilfelli.  Þó skemmtileg tilhugsun,  geðlæknir, gúmmihanskar, moppa og gólfið heima hjá mér.  Ég væri alveg til í að borga nokkra þúsund kalla fyrir það, en þú?

   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 hehe ég sé ekki allveg hvernig að geðlæknir ætti að gera    þeir gera nu örugglega allt annað en þrífa ,,

hafðu það gott elskan mín ..

Lóa (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 12:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband