Að vera eða vera ekki.....

Mamma hvað ætlar þú að verða þegar þú verður fullorðin?

Ég sá mér nú ekki annað fært en að útskýra fyrir syni mínum að ég væri nú þegar fullorðin, þar sem sonur minn er þeim kosti gæddur að gefast ekki upp fyrr en í fulla hnefana eða fyrr en spurningunni hefur verið svarað á þann hátt að hann geti lokað málinu með spekinslegum tóni í röddinni er hann segir "já, ég skil"  þá gerði hann sér lítið fyrir og endurorðaði spurninguna:

Mamma, hvað ert þú þegar þú ert fullorðin?

Ummmmm. ég er mamma þín og Hafdís klóraði ég í bakkan og vonaði að hann leti það gott heita.  Nei, hann vildi vita hvað ég ætlaði að verða eins og hann ætlaði að verða söngvari.  Þá sá ég mér ekki annað fært en að útskýra fyrir honum að ég væri Hafdís og mamma hans en ég ynni sem fjósastúlka, heimilishjálp og seldi fasteignir.   Það væri eitt að vera og annað að vinna við eitthvað.  Í kjölfarið fylgdu miklar og spekingslegar umræður sem lauk með spekingslega tóninum í röddinni er hann sagði " já, ég skil, ég er Jóhann Haraldur Dan Hafdísarson og ætla að vinna við að syngja og fá peninga fyrir".   Ég let þetta gott heita en verð nú samt að viðurkenna að sem mömmu langaði mig eitt andartak til að taka litla drenginn minn, sem reyndar þvertekur fyrir að vera lítill, vefja hann inn í bómul og segja honum að vera bara alltaf drengurinn hennar mömmu, vera ekkert að þessu "söngvaraveseni" , bara bras, hann gæti bara sungið fyrir mömmu sína.   En svo leið það andartak og lífið heldur áfram. Ég er reyndar fegin því að hann er búinn að ákveða að fara í Hrafnargilsskóla áður en hann fer í enskuskólann, en það stóð til að fara beint í enskuskóla eftir leikskóla.  Hann er alveg staðráðinn í því að tala ensku þegar hann verður fullorðinn.     

En burt séð frá öllu þessu eru við mæðginin nú sátt á að hann geymi það í nokkur ár að verða fullorðin,  sagði honum að njóta þess að vera barn, svo ætti hann eftir að verða unglingur áður en hann yrði fullorðin.  Nei hann helt nú ekki hann ætlaði sko ekki að verða neinn unglingu!!!!!!

Að vera eða vera ekki.......... ekki spurning eða hvað?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband