Moldvarpan sem vildi vita hver skeit á hausinn á henni.

Nei ég er ekki búin að missa það.  Þetta er titill á annars alveg ágætri bók sem ég keypti handa syni mínum og við lesum oft og höfum gaman af.

http://edda.is/net/products.aspx?pid=857&source=edda.is

En ég get engan vegin haft eins gaman af því þegar skitið er á hausinn á mér.  Þetta er bara alveg orðið gott.  Ég stend mig að því að gera eins og moldvarpans sem vildi vita hver skeit á hausinn á henni.  Hún fann sökudólginn sem var hundur slátrarans, hann Drellir, gerði sér lítið fyrir og snaraði sér upp á þak hundakofans og skeit á hausinn á hundinum.

Ekki misskilja mig hérna,  engin þörf á drulluheldu höfuðfati þegar ég birtis, engin ásetningur um að fara að losa sig við saur á hausinn á einhverjum.  Það sem ég er að reyna að koma mér að er nákvæmlega það að mér er alveg um megn að skilja og er farið að langa til að vita

Þegar einhver leggur eitthvað á sig til að aðstoða fólk í kringum sig afhverju eru launin oftar en ekki skítkast og skætingu?  Oftar en ekki leyfum við okkur þetta við okkar nánasta fólk eða það fólk sem reynist okkur hvað best. Ég hef þá trú að heimurinn er betri staður ef maður leggur sitt að mörkum til að hjálpa þegar því er komið við, ég tala nú ekki um ef viðkomandi stendur manni nærri hvort heldur sem fjölskylda eða vinur.  Oftar en ekki fær maður skítkast og ónot til baka, eða það sem ég hef aldrei getað sætt mig við að fólk heldur að það geti sagt hvað sem er við mann.  Ætlar sér að "taka mann í gegn".

Núna undanfarið hef ég bara alveg fengið nóg af þessu,  og til að öðlast smá skilning á þessu hvað það er í mínu fari sem gefur fólki leyfi til eða kallar fram þörfina "að taka mig í gegn". 

Þannig að lagt var af stað í kossförnina miklu!! Spurningin er : Hvernig standi á þessu?.  Fólk virðist leyfa sér að segja hinu ótrúlegustu hluti við viðkunnalegasta fólk.  Reglan virðist vera því viðkunnalegra sem fólk er því meira skítkast. Er málið það að ef maður stendur ekki argandi og gargandi alveg sturluð úr frekju þá virðist sem allt í lagi sé að skíta endalaust á hausinn á viðkomandi.  Þannig að þegar á vegi mínu hefur orðið mannenskja sem gerir sig líklega til að girða niður um sig buxurnar og setjast á hækjur sér  til að drulla á hausinn á mér, hef ég vikið mér fimlega undan og spurt hreint út

Hver gaf þér leyfi til að skíta á hausinn á mér?

 Hvað gefur þér leyfi til að taka annað fólk í gegn?

 Hvað gefur þér leyfi til að segja svona við annað fólk?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Halló sæta  mín.

 Skil hvað þú meinar með þessum pistli, þekki líka söguna sem þú vitnar í. Það getur vel verið að eitthvað í þínu fari kalli fram þörf hjá öðrum til að taka þig í gegn, sé reyndar ekki hvað það er enn... Hugsa -> og taktu nú vel eftir vinan,-> að þú sért ekki að umgangast rétta fólkið!!!! Fólk sem ekki sér hversu frábær þú ert, klár, dugleg, falleg og skemmtileg, fólk sem kann ekki að meta þig eins og þú ert, er bara ekki rétta fólkið fyrir þig. Svo einfalt er það nú. Þannig að ég ráðlegg þér að hætta að hlusta á þetta lið, horfa til himins, leifa sólinn að leika um þig og smæla svo framan í heiminn, þá smælar heimurinn framan í þig.

Farðu vel með þig vinan.

kv Jóhanna

Jóhanna (IP-tala skráð) 25.3.2007 kl. 20:48

2 identicon

Held þú ættir nú að byrja á því að líta í eigin barm og virða óskir annarra, án þess að líta á það sem móðgun við þig eða þína persónu.

ég (IP-tala skráð) 1.4.2007 kl. 16:42

3 Smámynd: Hafdís Jóhannsdóttir

Greina má á athugasemdinni hér að ofan að ekki þekkir viðkomandi manneskja mig vel, enda ekki margir í kringum mig sem ekki geta komið fram undir nafni, og hefur greinilega lesið annað útúr þessu hér á ofan heldur en meiningin var í upphafi.

En öllum er frjálst að hafa sína skoðun en vinsamlegast vertu manneskja til að koma fram undir nafni.

 Nú spyr ég bara eins og moldvarpan, hver skeit á hausin á mér?

kv hafdís

Hafdís Jóhannsdóttir, 2.4.2007 kl. 17:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband