Fyrir þá sem vilja fullkomnun!!!

Jæja nú hefur tíminn heldur betur flogið.  Frá því er ég bloggaði síðast er bara komið sumar og veturkonungur hefur sagt skilið við okkur samkvæmt dagatalinu. 

Ég ákvað fyrir viku að kveðja nú veturinn með því að tjöruhreinsa bílinn minn og bóna.  Ég ætla ekki að segja ykkur frá því, jú reyndar hef ég það í huga að segja ykkur frá því, en ég hefði sennilega farið langt með að malbika heimreiðina hérna með tjörnunni sem á bílnum mínum var.  ( Þetta er reyndar stórlega ýkt en engu að síður gaman af því)  Svo var bílinn sápuþvegin og þurkaður bónaður og ekki hætt þar, nei ég rakst á extra glansbón með undirtextanaum "fyrir þá sem vilja fullkomnun" á bensínstöðinni.  Það var ekki verið að skafa af þessu og  mín fjárfesti í einum brúsa og enn og aftur var hafist handa við að strjúka bílnum.  Þar sem þetta þurfti að bíða einhverja stund á bílnum, og úti hreinlega sumarblíða,  ákvað ég að fara eins að bílnum hennar móður minnar.  Svona til að gleðja þá gömlu og/eða kannski var þetta meira fyrir mig,  svona gat ég sagt takk fyrir að vera og gera fyrir mig.  Ég get svo sagt ykkur það að bílarnir ohohoh þeir voru æðislegir,  það var hreinlega hægt að speigla sig í þeim, alveg eins og nýslegnir túskildingar.  En ekki er nú það sama hægt að segja um undirritaða,  vá hvað ég var búin eftir þetta dagsverk.  En bara gott að finna til þessara líklamlegu þreytu og hafa verið úti allan daginn.  Bara yndislegt.

Það er sem sagt búið að taka vikuna að jafna sig eftir þetta, og auðvitað hef ég setið úti á plani og dáðst að minni gláandi sjálrennireið frekar en að agnúst eitthvað hérna á blogginu mínu eins og ég hef verið að gera undanfarið.  Þó að það sé nú bara gott annað slagið líka.

Líðandi helgi er búin að vera ljúf og góð hérna hjá litlu fjölskyldunni,  þó helst til ljúf fyirr son minn, held að honum hafi nú bara verið farið að þykja nóg um rólegheitin í móður sinni.  En eins og ég sagði honum,  "þú lærir þetta með aldrinum, en vertu bara barn á meðan þú getur."

P.S.  Ingunn auðvitað er heitt á könnunni og með því,  vertu æfinlega velkomin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Enda máttu vita það að bónaði bíllinn gladdi mitt gamla hjarta.  Og svona þer að segja rann snjórinn af bílnum án þess að eg þyrfti mikið að ýta á eftir honum

Móðirin góða (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 02:11

2 Smámynd: Hafdís Jóhannsdóttir

já það sama hér, ég hef seð hvernig rigningardroparnir  renna saman og fjúka af bílnum.  Gott að þú ert glöð með þetta.  ég held að Siggi sé að verða heldur þreyttur á þessu og sé farinn að vona að það rigni ekki meir, því ég tala um þetta í hverjum fjóstíma, og sagði honum að ég ætlaði sko ekki að hætta því á meðan ég gæti talað um þetta.

kv Hafdís

Hafdís Jóhannsdóttir, 25.4.2007 kl. 08:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband