Hundapössunarpía

Jæja, þá er komið að því að setjast niður og koma einhverju nýju hérna inn.  Mér fannst alveg tilvalið að leyfa þessari snilldar sögu að njóta sín í smá tíma.  Með þeim betri sem ég hef komist yfir.  Sýnir það í stuttu máli að stundum borgar sig að skoða hlutina þó ekki væri nema aðeins áður en gripið er til aðgerða.

Annars hafa hlutirnir gengið svona nokkuð sinn vinagang hérna á heimilinu, kosningarnar búnar, Eiríkur búinn að syngja, þó vonandi ekki sitt síðasta og sumarið búið og hautið komið.  Mikið væri nú gott ef hætti að snjóa í fjöll hérna og færi að hlýna þó ekki nema lítið eitt.

En planið var að hafa alveg einstaklega rólega helgi hérna í sveitinni, sem og stefnir í nema við mæðginin gerðumst hundapössunarpíur yfir helgina.  Ein lítil og loðin tík.  Gaman af því en ég verð að segja það, að vakna kl 7 á laugardagsmorgni til að hleypa tíkinni út til að gera þarfir sínar, er ekki alveg efst á óskalistanum, en samt til vinnandi frekar en að verka þetta upp af gólfinu.  En þetta er bara ein helgi og sonurinn hefur gaman af þessu. 

Jæja, nú er von á gestum um helgina svo mér er víst ekki til setunnar boðið tími til kominn að húsmæðrast aðeins......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eins gott að þið farið ekki alveg í hundana um helgina. 

mamma eða amma (IP-tala skráð) 20.5.2007 kl. 01:31

2 Smámynd: Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir

Vonandi hefur hundapössunin gengið vel  Hafið þið mæðgin það gott í vorblíðunni sem hlítur að fara að koma . Kveðja frá Seyðisfirði Anna Bugga

Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir, 22.5.2007 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband