Hrakhólar 13

Jæja þá er enn og aftur komið að því að við fjölskyldan erum að flytja.  Ég sem ætlaði að hafa það náðugt í sumar, þetta átti að vera sumarið sem ég þyrfti ekki að flytja.  Síðan við fluttum frá Möðruvöllum haustið 2013 erum við nú að flytja í 6sinn.  

Þessi skrif mín eru ekki ætluð sem væl og í guðanna bænum ekki lesa þau sem væl.  Stundum þarf maður bara vettfang til að segja frá því sem er að gerast í lífinu.  Að pakka heimilinu saman einu sinni á ári tekur á.  Að flytja krakkana á milli hverfa og skóla tekur á.  Að fá reyna að finna húsnæði á þessum brjálaða húsnæðismarkaði tekur á.  Ef það er eitthvað sem ég hef lært af edrúmennskunni þá eru það " segðu það, komdu því frá þér, ekki vera hamstur ".  Þörfin til að tala um þetta er mikil en já maður er nú kannski ekki "skemmtilegi" vinurinn þegar maður er í þessum tilfinningarússibana, eiginlega er maður þessi "nöldurniðurdrepandikvartandi" vinur.  

Þar sem enginn les orðið bogg í dag þá er þetta fínn vettvangur til að pústa aðeins.  Hér kem ég því til með að tjá mig um lífið og tilfinningarnar, hvað er að gerast á Hrakhólum 13.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband