Smá svona auka fróðleikur......

Drekkur þú jafn mikið vatn og þú ættir að gera á hverjum degi?

KÓK !!

- Í mörgum bandarískum fylkjum er vegalögreglan með10 lítra af kóki í
bílunum hjá sér til að þrífa blóð af vegum eftir umferðarslys.

- Þú getur sett T-Bone steik í skál af kóki og hún verður horfin eftir
2 daga.

- Til að hreinsa klósettið: Helltu einni dós af kók ofan í klósetið,
bíddu í eina klukkustund og sturtaðu svo niður. Sýran í kókinu leysir
upp bletti.

- Til að fjarlægja ryðbletti af krómstuðurum: Dýfðu krumpuðum álpappír
í kók og nuddaðu stuðarann.

- Til að hreinsa rafgeyminn í bílnum: Helltu einni dós af kók yfir
rafgeymatengslin.

- Til að losa ryðgaðan bolta (skrúfu). Rennbleyttu tusku með kóki og
haltu henni að boltanum í nokkrar mínútur.

- Til að fjarlægja fitubletti úr fatnaði: Helltu einni dós af kók í
þvottavélina bættu við þvottaefni og þvoðu eins og venjulega. Kókið
leysir upp fitublettina.

- Framrúðan á bílnum þínum hreinsast líka vel með kóki.

- Virka efnið í kók er phosphoric acid.

- Ph í kók er 2.8. Það getur leyst upp nögl á ca fjórum dögum.

- Til að flytja Coca-Cola sýrópið (fullan styrk) þurfa
vöruflutningabifreiðar að hafa á sér viðvörunarskilti sem einungis eru
notuð á bíla sem flytja MJÖG ÆTANDI EFNUM.

- Dreifingaraðilar Coca-Cola hafa notað gosdrykkinn í um það bil 20 ár
til að hreinsa vélarnar í trukkunum hjá sér.

Langar þér enn í hressandi dós af Coca-Cola?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nkl, ég er miklu hræddari við Aspartam og Asesúlfam.

Kók er dáááásamlegur drykkur, allveg dáááásamlegur.  Svo framarlega sem ég hef ekki spegil heima hjá mér sem sýnir á mér rassinn, eða hliðarspikið eða bakbrjóstin eða bingóið...

 En jæja, ég hef ætlað að hringja í þig 3 kvöld, en Sigurður Óttar hefur tekið uppá þeim ósið að grenja eins og ljón í nokkra klukkutíma og halda mér í gíslingu um leið.  Það má nefnilega ekki leggja hann niður á meðan þessum ósköpum stendur, þá ætlar hann að kafna endanlega úr orgi....

 Verð að fara, ætla að leggja mig úr því kauði sefur.

Heyri í þér fljótlega, bið að heilsa snúðinum þínum honum Jóhanni Haraldi.

Ingunn Bé (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 16:03

2 identicon

Elsku Hafdís, takk kærlega fyrir spjallið fyrir norðan, rosalega gaman að hitta ykkur mæðgin.

 Kók eða ekki kók, held ég fái mér bara kaffi með kúadjús, hahaha.

Hafðu það gott gæskan.

Jóhanna (IP-tala skráð) 3.6.2007 kl. 13:51

3 identicon

hæ hæ Elskan mín

hvað er að frétta af ykkur þarna í blíðunni fyrir norðan :)

kveðja Lóa

LÓA (IP-tala skráð) 8.6.2007 kl. 09:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband