Góð helgi

Ekki er hægt að segja annað en að lífið gangi bara vel þessa dagana.  Það koma góðir dagar og ekki eins góðir dagar þar inn á milli.  Eftir mikin atgang í vinnunni á föstudaginn ákvað ég að hætta klukkan 16 þar sem að ég átti frí í fjósi um kvöldið, fór ég og náði í son minn snemma í leikskólan. Við fórum í Bónus, þvílik klikkun að fara svona seinnipart á föstudegi en við létum okkur samt hafa það.  Svo var áveðið að kíkja á nytjamarkað hjá Hjálpræðishernum,  þið trúið því kannski ekki en vá þetta var upplifun,  við Jóhann náðum að versla fyrir þúsundkrónur.  Sonur minn fann þarna stand með sleifum og kryddbaukum,  og hann alveg ljómar með fyrstu kokkaáhöldin sín.  Svo bauð ég syni mínum út að borða.  Við skelltum okkur á Greifan, klikkar ekki,  en sonur minn var ekki alveg að ná þessu þegar við vorum sest við borð inni á Greifanum spurði hann "en mamma ætluðum við ekki út að borða?  Af hverju erum við þá herna inni?"  Nokkuð til í þessu hjá honum.

 Laugardagurinn var tekinn snemma.  Við vorum mætt í Kjarnaskóg kl 10 til að hitta tvær aðrar einstæðar mæður og börn þeirra.  Þetta var alveg æðislegt,  auðvitað var leikið í leiktækjum og grillað.  Ótrúlegt hvað maður er fljótur að gleyma hvað þessu einföldu hlutir virka alltaf vel.  Þetta svæði er alger snilld.  Svo fórum við Jóhann í sund á Hrafnargili á eftir, rennibrautin og allur pakkinn.  Svo var ekki annað hægt en að skella sér í heimsókn til fyrstu tilvonandi tengarmömmu minnar.  Sem sagt alveg yndislegur dagur, hefði ekki getað verið betri.

Nú er sunnudagsmorgun, ótrúlegt en satt var dagurinn tekinn snemma, alveg magnað.  Klukkan ekki orðin 11 og sonurinn búin að koma til mömmu sinnar grafalvarlegur " mamma mig langar til að hitta Jesú"  Almennilegur sunnudagsmorgunn ......

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk kærlega fyrir frábæra helgi - verðum að endurtaka leikinn! Gabríel sofnaði svo fljótt og ánægður í gærkveldi - sæll með þetta allt saman

Guðrún K. og Gabríel (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 11:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband