Tímamót, sex ár.

Jæja. það hafðist, í dag eru sex ár frá því að ég tók síðasta sopan.  Ótrúlegt, það er eins og það hafi gerst í gær.  Þó, þegar ég hugsa um það þá hefur alveg ótúlega margt breyst í lífi mínu síðustu sex ár  Og það sem meira er mest allt til góðs.  Ég hefðu aldrei trúað því þegar ég gekk inn á Vog,  bara til að hætta að drekka, hvað margt gæti bara yfir höfuð breyst.  Ég bara trúði því að ég hefði gert eitthvað af mér í fyrri lífum og væri að taka refsinguna út í þessu lífi.  Ég var ekki búin að átta mig á hversu mikil áhrif dansinn við Bakkus hafði á mitt líf, lífsviðhorf og lífsgæðin.

Ég trúi því að ég eigi alltaf möguleika ef ég drekk ekki í dag.

Ég og sonur minn tókum daginn snemma með aukavakt í fjósinu.  Alveg yndislegt Grin.  Ótrúlegt hvað það gerir fyrir mann sálrænt að vakna svona snemma og gera gagn, nota bene klukkan er ekki orðin 10 á laugardagsmorgni.  ( maður var nú stundum ekki kominn heim á þessum tíma hérna í denn)  Nú er drengurinn að horfa á barnaefnið og mamman að blogga áður en farið verður í sund í nýju Hrafnargilslauginni.

Þetta verður góður dagur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Björk Ármannsdóttir

Sæl

- og til hamingju með daginn.

Kveðja Edda

Edda Björk Ármannsdóttir, 16.6.2007 kl. 11:31

2 identicon

Halló elsku Hafdís

Innilega til hamingju með daginn!!!! Frábær árangur hjá þér og þú stendur þig rosalega vel . Svoo rosalega flott og frábær. Fyrirmyndin mín í edrúmennskunni.

Njóttu dagsins og hafðu það gott. Bestu kveðjur til nafna míns

Jóhanna (IP-tala skráð) 16.6.2007 kl. 12:09

3 Smámynd: Hafdís Jóhannsdóttir

Takk kærlega báðar tvær. 

Ég skila kveðjunni til nafna þíns

Hafdís Jóhannsdóttir, 16.6.2007 kl. 12:32

4 identicon

Komin til landsins.  Til hamingju með daginn d´ottir goð

mamma þ´´in (IP-tala skráð) 17.6.2007 kl. 01:04

5 Smámynd: Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir

Til hamingju með áfangann mín kæra þú ert búin að standa þig alveg frábærlega

Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir, 17.6.2007 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband