Hérna er einn snilldar ljósku brandari sem þið ættuð að gefa ykkur tíma í að lesa

Þessar ljóskur ....

Brúnka, rauðka og ljóska vinna saman á skrifstofu.

Þær taka eftir því að á hverjum degi fer fröken Sigríður yfirmaður þeirra aðeins of snemma heim úr vinnunni.
Einn daginn spjalla þær saman og sjá sér leik á borði að stelast Næsta dag þegar yfirmaðurinn fer læðast þær út stuttu síðar.

Brúnkan fer heim til sín og beint í rúmið, ákveðin í því að vakna snemma næsta morgunn og nýta tímann vel. 

Rauðkan notar aukatímann með því að fara á líkamsræktarstöð áður en hún fer út að borða með vini sínum.

Ljóskan fer heim, gengur inn í svefnherbergið og sér eiginmann sinn í rúminu með fröken Sigríði, yfirmanni sínum. Hún lokar hurðinni og fer út.

Næsta dag ræða brúnkan og rauðan um það að nota sömu aðferð og daginn áður. Þær spyrja ljóskuna hvort hana langi til að fara aftur snemma heim.

"Nei" segir ljóskan. "Það komst næstum því upp um mig í gær!"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband