Annasamir dagar

Það er ekki laust við að það sé bara alveg brjálað að gera þessa dagana.  Nú er sumarfríið að nálgast og alveg er það merkilegt hvað er mikið að gera síðustu dagana fyrir frí.  Sonurinn er kominn í sumarfrí frá leikskólanum eftir morgundaginn og meiningin var að svo yrði líka hjá mér.  En ótrúlegt nokk þá er ég búin koma mér í vinnu eina viku til.  Byrjaði á því að bóndinn sem ég er í fjósi hjá bar sig heldur illa, vegna anna og veikinda í kringum sig.  Jú jú helt nú að það væri alveg gerlegt að taka fjósið einni viku lengur,  svo ákvað ég að þar sem ég væri nú að vinna og færi ekki neitt þá vikuna mundi ég bara taka heimilishjálpina líka þar sem ég get tekið barnið með mér.  Svo kom beiðni frá vinnuveitanda mínum á skrifstofunni að vera fyrstu vikuna í júli þar sem hún yrði ekki komin heim fyrr en þarna í miðri vikunni.  Og þar sem ég var búin að ákveða að taka vinnuviku í hinum vinnunum og ekki að fara neitt þá reyni ég auðvitað að koma því í kring.  Þannig að þegar upp er staðið er ég að vinna fyrstu vikuna í júlí.  Snillingur.  Niðurstaðan: sumarfríinu frestað um eina viku......

En þrátt fyrir það er planið að skella sér í útilegu um helgina.  Ég fór ekkert í fyrra þannig að nú á að skella sér.  Ég skal nú reyndar játa það hér og nú að ég er svo sem ekkert mikil útilegu manneskja.  Mig langar voðalega mikið til að vera það en þegar upp er staðið og málið er skoðað á mjög raunsæjan hátt þá má segja að ég sé í baráttu sæti í áhugamannadeildinni þegar kemur að útilegum.  Reyndar væri nú réttara að segja að ég væri utan deildar frá því á síðasta ári, en stefni baráttuglöð á að vinna mig upp í áhugamannadeildina þetta árið og stefni á að halda sætinu þar.  Hvað varðar atvinnumannadeildina þá held ég að viðhorfsbreytingin megi verða mikil til að komast þangað.   Gasp þetta er nú meira bullið.

En hvað sem því líður þá er ég búin að fá lánað útleguúthaldið hennar mömmu og stefni glöð og kát í Vaglaskóg um helgina ásamt syni og vinkonum sem vilja koma með.  Ég ætla að njóta útiverunnar og náttúrunnar eins og ég hef aldrei gert áður og hafa gaman af þessu öllu saman.

Lifðu í lukku en ekki í krukku !  W00t


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband