Þá er komið að því

Að við Jóhann erum að flytja.  Ekki það að ég nenni því bara ekki og er alveg komin með nóg af þessum fluttningum en vonandi verður þetta bara til batnaðar og í langan tíma.  Við mæðginin erum sem sagt að flytja enn lengra fram í sveit þar sem við fáum einbýlishús og algera sveitasælu.  Ég flyt út hér fyrir mánaðarmótin, eftir 1. viku, og ég er orðin frekar stressuð með þetta allt.  Það er ekki til að bæta ástandið því þegar ég verð svona stressuð þá verð ég svo verklaus,  hef mig ekki í að gera neitt, bara snýst hringinn í kringum sjálfa mig.  En ég er þó byrjuð að flytja og er komin vel á veg með að pakka.  Í gærkvöldi náði ég svo að þrífa alla gluggana í íbúðinni, hurðarnar og bar á þær, einn fataskáp og loftið í öðru herberginu.  Ég veit af fenginni reynslu að þetta hefst alltsaman á endanum.  En alltaf spyr maður sig,  Hvernig stendur á öllu þessu smádóti í kringum mig?

p.s.  öll aðstoð er vel þegin Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ellý Ármannsdóttir

Ég skal með glöðu geði hjálpa þér Hafdís við að tækla stressið við flutningarnar en þá útfrá stjörnuspekinni. Hvenær ertu fædd (ár og dag)?

Ellý Ármannsdóttir, 24.8.2007 kl. 11:23

2 Smámynd: Hafdís Jóhannsdóttir

Takk kærlega.   9. september 1975

Hafdís Jóhannsdóttir, 24.8.2007 kl. 11:33

3 Smámynd: Ellý Ármannsdóttir

Þú ert yfirleitt svo vinnusöm og greind að þú ert þyngdar þinnar virði í gulli sem segir að flutningarnar og breytingarnar eru lítið mál fyrir þig en ef marka má stjörnu þína þá vinnur þú allt of mikið og leikur þér lítið (mættir alveg leggja þig fram við að breyta því í framtíðinni). En þú kastar þér af öllum mætti út í verkefni þín (breytingarnar) sem er mikill kostur í fari þínu. Passaðu þig bara á því að vera ekki of skipulögð  og reyndu að bægja frá þér áhyggjum og draga þar með úr álaginu sem kröfurnar skapa. Með ósk um góða helgi...

Ellý Ármannsdóttir, 24.8.2007 kl. 11:59

4 Smámynd: Hafdís Jóhannsdóttir

Takk fyrir þetta Ellý.  Það er svo ótrúlega mikið rétta af þessu.  Þá er líklega bara að bretta upp ermar og setja "don´t worry, be happy" programmið í gang.

Hafdís Jóhannsdóttir, 24.8.2007 kl. 12:09

5 Smámynd: Ellý Ármannsdóttir

"Don´t worry be happy prógram" ha ha alveg brilljant.

Ellý Ármannsdóttir, 24.8.2007 kl. 12:16

6 identicon

halló knúsa - til hamingju með flutningana !! hlakka til að sjá þig í nýja húsnæðinu!

Guðrún K. og Gabríel (IP-tala skráð) 24.8.2007 kl. 15:22

7 Smámynd: Ásta Björk Solis

Bestu kvedjur med flutningana.Eg skil alveg hvernig ther lidur eg er enn ekki byrjud a ad hengja upp myndir i nyja husinu minu.en allavega er thad versta yfirstadid ,semsagt flutningurinn sjalfur

Ásta Björk Solis, 24.8.2007 kl. 15:49

8 Smámynd: Hafdís Jóhannsdóttir

Takk fyrir þetta stelpur,  já það er aðalega að koma þessu á milli staða, ég get alveg skilið að þú sért fegin að vera búin með það.  En kannski er það bara gott að hafa ekki of mikinn tíma.

Hafdís Jóhannsdóttir, 24.8.2007 kl. 16:29

9 identicon

Úff hvað ég skil Þig.  Flutningar eru dauði á brauði.  Vonandi er ég hætt í bili, öll búslóðin komin upp í hús og bíður eftir að hún verði flutt frá bílskúrnum og inn.....jiminn, allt að gerast.  Nú er byrjað að grunna og mála, já heilum mánuði eftir áætlun, minnir að þú hafir ætlað að mála þegar þið Jóhann voruð hjá mér..he he.

Eníveis, bara að skilja eftir smá spor.  Hafið það gott og okkur hlakkar rosa til að heimsækja ykkur í nýja slotið.

 Kveðja að austan. 

Ingunn Bé (IP-tala skráð) 24.8.2007 kl. 19:00

10 Smámynd: Hafdís Jóhannsdóttir

já ef ekki að verða tveimur mánuðum.  Það verður nú gaman að heimsækja ykkur þegar húsið er alveg klárt og þið flutt inn.  Hlakka til.

Hafdís Jóhannsdóttir, 24.8.2007 kl. 19:41

11 identicon

HEHEHE GET EKKI ANNAÐ EN BROSAÐ NÚNA

GOTT AÐ ÞÚ ERT AÐ FLYTJA Í EINBÝLI ÞVÍ NÚNA ERTU MEÐ NÓG AF HÚSGÖGNUM Í GEYMSLUNNI HEHE TIL AÐ FYLLA ALLT Í HÓLF OG GÓLF :)  

ANNARS BARA GANGI ÞÉR VEL Í ÞESSU ÖLLU OG JÁ ÞÚ ERT ÞYNGDAR ÞINNAR VIRÐI Í GULL OG ÞAÐ SKÝRA GULLI :)

               KVEÐJA LÓA SEM VONANDI ER GULL LÍKA MIÐAÐ VIÐ HVAÐ ÉG ER ÞUNG NÚNA HEHEHE

Lóa (IP-tala skráð) 25.8.2007 kl. 15:12

12 Smámynd: Hafdís Jóhannsdóttir

Já gullgella, það kemur sko til með að fara vel um HÚSGÖGNIN  okkar.   Ætli geymslan verði ekki bara tóm núna.   Sófasettið er sko komið frameftir.

Hafdís Jóhannsdóttir, 25.8.2007 kl. 15:20

13 identicon

Vona að Gullið mitt sé búið að jafna sig á að hafa þurft að eftirláta ömmu hásætið og vera settur í dótapössun!!!!!! Góður sólríkur dagur í dag til að mjatla dóti í kerru  lang framm í afdal.   Til hamingju samt með að vera komin upp úr jörðinni.

unnur maría amma og mamma (IP-tala skráð) 26.8.2007 kl. 10:41

14 Smámynd: Hafdís Jóhannsdóttir

Jú jú hann hefur ekki minnst á þetta enn sem komið er en hver veit hann gæti notað þetta við eitthvað gott tækifæri.  Annars lítur dagurinn bara vel út.  Er enn að reyna koma mér af stað. Setja eitthvað í kassana sem þú færðir mér í gær.  Annars er svo lítið að verða eftir sem ég get farið með ein út á kerru,  spuring um að bjóða einhverjum í kaffi. 

Hafdís Jóhannsdóttir, 26.8.2007 kl. 10:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband