Sunnudagur til sólar

Setja í kassa, bera kassa, setja í poka, bera poka. tæma skúffur, bera kommóðu, setja skó í poka, bera skóhillu, bera sófa, bera stóla, bera borð.  Svona leit gærdagurinn út hjá mér.  Reyndi setti rigningin smá strik í reikninginn en ótrúlegt nokk þá gat ég bara notað tíma þó það rigndi.  Þetta er svona smá saman að koma.  Ég sit hérna á barnastól við litla borðið sem ég smíðaði í smíðum í barnaskóla, innan um hálf fulla kassa og dót.  Þetta hefur nú samt gengið alveg ótrúlega vel, nú fer að koma að því að verða sér út um aðstoð við að taka þyngra og stærra dótið. Mikið yrði ég hrikalega fegin ef ég næði að losa aðeins meira í dag.  Þá fer nú að sjá fyrir endann á þessu.  Mamma gamla kom nú við í gær með tóma kassa fyrir mig og fór með mér eina ferð.  Það var nú alveg hrikalega gott, takk fyrir það "gamla".  Nú er bara að halda áfram í dag.

Ég get ekki annað en minnst á það hvað var gaman að fá allar þessar athugasemdir í gær.  Þið trúið því ekki hvað ég fór langt á þeim.  Þetta var sko alveg fullur aukatankur af orku.  Takk takk 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað ertu bara vöknuð og farin að pakka?   Var að skrifa á gærdaginn, svo þegar eg skoðaði varst þú búin að skrifa .   Góður dagur í dag allavega ekki rigning!!!!!

mamma eða amma (IP-tala skráð) 26.8.2007 kl. 10:45

2 Smámynd: Hafdís Jóhannsdóttir

Já við erum vöknuð en nei ekki enn farin að pakka.  Aðeins meira koffín þá kemur þetta,  ég veit ég fer langt með þetta í dag.  Takk fyrir aðstoðina í gær. 

Hafdís Jóhannsdóttir, 26.8.2007 kl. 10:49

3 identicon

Alveg merkilegt hvað maður finnur þegar að manni leiðist í vinnuni og er á netinu. Vildi nú bara segja að það hefur verið frekar þögult síðan að upplýsingafulltrúinn minn fór héðan að austan (Jóhann Haraldur sem sagt). En vonandi gengur vel að flytja og langaði bara að skilja eftir spor.

Kv. Hafrún systir Ingunnar Bylgju.

Hafrún Einarsdóttir (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 09:20

4 Smámynd: Hafdís Jóhannsdóttir

já takk fyrir þetta Hafrún.  Ég get sko alveg trúað því að þögnin sé yfirþyrmandi eftir komu okkar, þögnin hefur öðlast nýja merkingu.  Bið að heilsa

Hafdís Jóhannsdóttir, 28.8.2007 kl. 20:40

5 identicon

He he, hann er svo dásamlegur, við söknum hans.  Og einnig þín, heyrumst bráðum og tökum nettann slúddara í gegnum símann.

kveðja frá öllum í Álfó

Ingunn Bé (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 23:35

6 identicon

Blessuð og takk fyrir síðast. Alltaf notalegt að koma í kaffi og spjall til þín og litli prinsinn, nafni minn heldur alltaf uppi fjörinu 

Myndi nú bera eitthvað af dótinu með þér ef ég væri í réttum landshluta en það verður kannski seinna. Gangi ykkur vel.

Hlakka til að heimsækja ykkur á nýja staðinn, set vegalendin ekkert fyrir mig, hahaha

Kveðja úr borginni

Jóhanna (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 19:40

7 Smámynd: Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir

Til hamingju með fluttningana ef einhver getur reddað einum fluttningum þá ert það þú  getur allt sem þú ætlar þér og aðeins meir. hef fulla trú á þér.

Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir, 2.9.2007 kl. 16:51

8 identicon

hæ hæ og takk fyrir síðast... vildi bara láta þig vita að ég er að fara að kaupa postitmiða....hvenær eigum við að gera innrás? hehehe

kveðja Heiðrún hin fagra

Heiðrún hin fagra (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 17:01

9 Smámynd: Hafdís Jóhannsdóttir

Takk takk við erum flutt, þetta hafðist, auðvitað.

 hahaha verðum við ekki að hafa alvöru límmiða, það er svo auðvelt að taka postit af........ en takk fyrir síðast...... verðum að finna tíma fyrir innrásina sem allra allra first, þetta er forgangsverkefni.

Hafdís Jóhannsdóttir, 4.9.2007 kl. 00:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband