mið. 3.1.2007
Árið 2006
Á leið í vinnu í morgun fór ég yfir líðandi ár í huganum. Þetta var ár vaxtar get ég sagt ykkur.
Í upphafi árs bjó ég ásamt syni mínum hjá móður minni, ók um á 20.000 kr bíl með bilaða kúplingu, vann hálfan daginn og svaf hinn hinn helminginn af deginum. Ég ákvað þá að þetta væri bara í góðu lagi og þessi hultir væru ekki það sem skiptu máli í lífinu, ég hefði nú samt, þrátt fyrir lítil veraldleg gæði, mikið að þakka fyrir. Enn hvað sem því líður þá gerðist það nú með vorinu er nálgaðist páska að ég reimaði á mig nýja skó, smurði nesti og pakkaði búslóð og barni, breyddi út vængina og yfirgaf hreiðrið. Lendingar staðurinn var neðri hæð í húsi fram í sveit, þar tók nú við hreiðurgerð fyrir litlu fjölskylduna sem tók nú brátt að ljóma í sveitasælunni. En ekki var þetta nú allt sæla þar sem brast á vetur er sumarið nálgaðist og litla fjölskyldan sat föst á litla rauð heim við hús í sveitinni. Þá var nú ekki annað en að fjárfesta í fjórhjóladrifinni bifreið svo litla fjölskyldan gæti nú farið bæjaferðir skammlaust. Var mikið gleði með 10 gamlan subaru sem varð fyrir valinu. Þar sem rekstrarkostnaðurinn fór nú vaxandi var kominn tími til að vakna hinn helminginn af deginum og mæta í aukavinnu. Varð fyrir valinu heimilishjálp í sveitinni. Sumarið rann ljúflega í gegna og stórslysalaust, en sama er ekki hægt að segja um haustið.
Er afmælið mitt nálgaðist á haustdögum fóru hlutirnir að gerast, ekki bara það að formlega væri ég að verða fullorðin, með grá hár og allur pakkinn. Heldur fór nú svo að í sömu vikunni var mér sagt upp vinnunni, keyrt var á bílinn minn, hann dæmdur ónýtur og ég settist á skólabekk við tölvuna. Ekki varð þetta nú svo slæmt þegar upp var staðið því í sama mánuði fann ég nýja sjálfrennireið, knúna áfram af dísel olíu, fjórhjóladrifna og ekki má gleyma að nefna lýsandi dæmi hagvaxtarins hjá heimilum, jú bifreiðin reynist vera sliddujeppi. Uppsögnin á vinnukröftum mínum dregin til baka og þeirra óskað í meira mæli en áður, með gulli og grænum skógi að launum, þ.e. í dag í formi náms, löggildingu í starfinu og hlutur í fyrirtækinu. Nú undir jólin útskrifaðist ég svo af tölvuskólabekknum með 10 í einkunn, en gráu hárin eru þarna enn þá, þó reynt hafi verið að klóra í bakkan með því að sulla lit yfir.
Þannig að þegar litið er yfir árið er ekki hægt að segja annað en vöxtur hafi verið hjá litlu fjölskyldunni á liðnu ári, enda hafa búsældar merki gert vart við sig þar sem litla fjöskyldan hefur líka stækkað á árinu...........barnið stækkað og móðirin bætt þyngd barnsins á sig í kílóum talið á árinu. (Klárlega velmögunarmerki, og ekkert annað)
Svo ef við lítum á þetta í stuttu máli þá lagði lítil fjölskylda, á litlum bíl, í litlu herbergi af stað í upphafi árs, en þar sem vaxtarskylirði hafa verið hagstæð á árinu sem líður erum við nú orðin medium fjöslkylda, á medium bíl, í medium íbúð.... já svona meðal- Jón, sem heldur afstað í ferð í upphafi besta árs sem komið hefur til þessa.
Gleðilegt nýtt ár.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.