Ég á rétt á.....

Eftir hátiðirnar hefur mér verið ofarlega í huga og það líður varla sá dagur að ég heyri ekki þetta það sem ég kalla " tísku orðasamband"  "ég á rétt á..., þú átt rétt á..... eða átt ekki rétt á....".  Það virðist vera alveg sama hvar maður kemur eða um hvað er rætt alltaf eiga allir "rétt á" einhverju eða eiga ekki "rétt á" því. Oftar en ekki er þetta þegar einhvern vantar eitthvað eða vill fá eitthvað.  Ekki er óalgengt að heyra hvatningar orð eins og stattu vörð um rétt þinn/stattu á rétti þínum, ekki gefa eftir rétt þinn, ekki láta vaða yfir þig eða þá á hinn veginn þú átt ekki rétt á einu eða neinu, og gjarnan er þetta nefnt í sömu andrá þar sem gjarnan hinn aðilinn er talinn réttlaus.   Ekki er óalgengt að fólk vilji fá það sem það á rétt á og aðeins meira.  

Það er ekki hægt að koma inn á þetta málefni nema nefna "réttinn" varðandi þjónustu.  Okkur finnst það sjálfsagður "réttur" okkar að fá þjónustu og sættum okkur ekki við neitt minna en góða þjónustu, ef ekki þá teljum við okkur hafa "rétt" til að segja hug okkar umbúðalaust varðandi það (kvörtum yfir þjónustunni)  og bætum gjarnan við áliti okkar á viðkomandi aðila sem veita á þjónustuna þar sem við teljum okkur hafa "rétt" til þess.  Við höfum jú "rétt" til að segja skoðun okkar, ekki satt?  Svo má ekki gleyma því að sá sem þjónustuna veitir hefur jú engan "rétt" til að svara fyrir sig, því óskrifaða reglan er jú sú að "kúninn hefur alltaf rétt fyrir sér".  

Mér finnst það orðið alltof algengt að fólk veður um og yfir allt og alla vegna þess að það "á rétt á"þessu og hinu.  Margir telja sig hafa rétt til að segja hvað sem er við fólk og sérstaklega ef "fólk" starfar við þjónustustaf.  Ég hef mikið hugsað um þetta og virðist alltaf komast að sömu niðurstöðu.  Svo virðist sem mig vanti eitthvað inn í myndina varðandi öll þessi réttindi því ég sit alltaf upp með sömu ósvöruðu spurningarnar.  

  • Hver gaf okkur rétt til að koma illa fram við aðra mannensku, dýr eða hvað það er sem um ræðir?   
  • Hvernig getur "kúnninn alltaf haft rétt fyrir sér" ? 
  • Ef ég fá það sem ég á "rétt á" er þá einhver annar að gefa eftir "rétt sinn"?

Ég fæ þetta ekki til að ganga upp.  

Hefur þú spáð í það ef allir virtu rétt sinn til að koma vel fram við aðra og það sem í kringum þá er?

Hvernig væri heimurinn þá??????

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég skil hvað þú ert að fara með þessum pistli, þetta er náttúrulega gengið út í öfgar.  Ég hef unnið við ferðaþjónustu, afgreiðslu í verslunum og bar og ótrúlegt hvað fólk leyfir sér að ganga langt á "kúnninn hefur alltaf rétt fyrir sér"  Þar að auki notar fólk þetta tímum saman í nútíma samfélagi og á ég þá við í formi bóta, atvinnuleysis, barna og allskyns í þá veru, sé ekki talað um fólk almennt sem hefur ekki dug í sér til að vinna, en níðist alheilbrigt á íslensku félagskerfi, ætlað þeim sem EKKI geta unnið einhverra hluta vegna.

 Og við þurfum sko að heyrast bráðum, ég er tilbúin mjög fljótlega í eitt svona gamallt og gott 2 tíma símtal ;-)

Bið að heilsa og ullaðu á son þinn fyrir mig og eina sleikju á tásu...ha ha ha

Ingunn Bé (IP-tala skráð) 9.1.2007 kl. 16:37

2 identicon

    Hvað er ekkert meira að segja ???    

´Besta mamma þín!!!!! (IP-tala skráð) 12.1.2007 kl. 01:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband