sun. 26.8.2007
Sunnudagur til sólar
Setja í kassa, bera kassa, setja í poka, bera poka. tæma skúffur, bera kommóðu, setja skó í poka, bera skóhillu, bera sófa, bera stóla, bera borð. Svona leit gærdagurinn út hjá mér. Reyndi setti rigningin smá strik í reikninginn en ótrúlegt nokk þá gat ég bara notað tíma þó það rigndi. Þetta er svona smá saman að koma. Ég sit hérna á barnastól við litla borðið sem ég smíðaði í smíðum í barnaskóla, innan um hálf fulla kassa og dót. Þetta hefur nú samt gengið alveg ótrúlega vel, nú fer að koma að því að verða sér út um aðstoð við að taka þyngra og stærra dótið. Mikið yrði ég hrikalega fegin ef ég næði að losa aðeins meira í dag. Þá fer nú að sjá fyrir endann á þessu. Mamma gamla kom nú við í gær með tóma kassa fyrir mig og fór með mér eina ferð. Það var nú alveg hrikalega gott, takk fyrir það "gamla". Nú er bara að halda áfram í dag.
Ég get ekki annað en minnst á það hvað var gaman að fá allar þessar athugasemdir í gær. Þið trúið því ekki hvað ég fór langt á þeim. Þetta var sko alveg fullur aukatankur af orku. Takk takk
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
fös. 24.8.2007
Þá er komið að því
Að við Jóhann erum að flytja. Ekki það að ég nenni því bara ekki og er alveg komin með nóg af þessum fluttningum en vonandi verður þetta bara til batnaðar og í langan tíma. Við mæðginin erum sem sagt að flytja enn lengra fram í sveit þar sem við fáum einbýlishús og algera sveitasælu. Ég flyt út hér fyrir mánaðarmótin, eftir 1. viku, og ég er orðin frekar stressuð með þetta allt. Það er ekki til að bæta ástandið því þegar ég verð svona stressuð þá verð ég svo verklaus, hef mig ekki í að gera neitt, bara snýst hringinn í kringum sjálfa mig. En ég er þó byrjuð að flytja og er komin vel á veg með að pakka. Í gærkvöldi náði ég svo að þrífa alla gluggana í íbúðinni, hurðarnar og bar á þær, einn fataskáp og loftið í öðru herberginu. Ég veit af fenginni reynslu að þetta hefst alltsaman á endanum. En alltaf spyr maður sig, Hvernig stendur á öllu þessu smádóti í kringum mig?
p.s. öll aðstoð er vel þegin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
sun. 19.8.2007
Sjálfshjálparbækur
Þeir sem til mín þekkja vita að Sjálfshjálparbækur eru eitthvað sem freistar mín. Oftar en ekki þá læt ég undan þeirri freistingu að lesa slíkar bækur. Eins og með allt annað eru þeir mjög misjafnar bæði hvað varðar efnistök og gæði. En eitt eiga þær þó sameiginlegt fyrir mig að þær vekja mig til umhugsunar.
Þær bækur sem ratað hafa á náttborðið hjá mér þessi misserin eiga þann boðskap sameiginlegan að benda á mátt hugans og hugsunar. Þú færð það sem þú hugsar. Þú ert það sem þú hugsar. Auðvitað eftir allan þennan lestur þá var ekki annað hægt en að huga nú aðeins að hvað er ég að hugsa. Hver eru viðhorf mín og hvar liggja gildin. Ef lögmálið er að ég uppskeri eins og ég sái, og uppskeran er ekki eins og ég ætlaði þá verð ég líklega að skoða hverju ég sáði og með hverju ég vökvaði eða hvaða áburð ég notaði.
Eftir smá umhugsun var ekki annað hægt en að taka meðvitaða ákörðun um að gera sér líið ekki erfiðara en það þarf að vera. Mamma sagði gjarnan við okkur systkynin " Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir" Það tók mig mörg ár að skilja hvað þetta þýðir í raun. Ég er allavega búin að ná betri skilnig á því í dag en ég hafði í gær.
Nú er það yfirlýst stefna heimilisins að gleði og jákvæðni skal höfð að leiðarljósi. Maður missir af ef maður er alltaf í fýlu. Ég geri mitt besta til að vera betri manneskja í dag en í gær. Við þökkum fyrir það sem við höfum og reynum að njóta þess. Við erum eins hreinskilin og unnt er, (svo framarlega að það geri betra) en ekki taka það persónulega. Ótrúlegt en satt, lífið gengur svo miklu betur í dag en í gær. Aðstæður og daglegt líf hafi ekki mikið breyst, "bara" viðhorfið. Þetta er samt allt annað líf. Sveimer þá ef þetta virkar ekki bara.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
sun. 12.8.2007
Þetta er hægt
Þétt umferð á Ólafsfjarðarvegi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
sun. 12.8.2007
Ótrúlegt
26 teknir fyrir hraðakstur á tveimur tímum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
sun. 12.8.2007
Lögmálið
Lögmálið um orsök og afleiðingu. Ekkert er sjálfssprottið. Bændur gera ekki ráð fyrir því að fá eitthvað fyrir ekkert. Þetta merkir að til þess að eitthvað gerist þarf ávallt eitthvað annað að orsaka það. Ef þú vilt uppskera radísur verður þú fyrst að sá radísufræjum. Þannig veit bóndi að ef hann uppsker radísur þá hlýtur hann að hafa sáð radísufræi. Þú heyrir bónda aldrei halda því fram að jarðaberin sem hann uppskar hafi sprottið af radísufræjum.
Við getum semsagt ákvarðað orsökina út frá afleiðingunni því við vitum að þetta tvennt er ávallt háð hvort öðru.
Ef hugsun þín er orskökin (fræið), hver er þá afleiðingi, (uppskeran)?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
sun. 5.8.2007
Haustdagar
Ekki er hægt að segja annað en nú séu haustdaga. Norðan kaldi og rigning. Samt er eitthvað svo notalegt við þetta. Fyrir mér er Verslunarmannahelgin alltaf byrjunin á haustinu og lok sumars, ekki misskilja mig, mér finnst sumarið yndislegur tími og hef ekkert ámóti góðu hausti eða lengra sumri en samt. Það er aðeins byrjað að rökkvar og lífið aftur að komast í það sem ég kalla normið, þar til jólin koma. Talandi um það já ég er byrjuð að kaupa jólagjafirnar. hohoho skildi ég fá jólahjól.
Við mæðginin erum nú byrjuð að vinna aftur og unginn mættur í leikskóla. Auðvitað bara tóm gleði með það allt saman enda búin að eiga alveg æðislegt og viðburðaríkt sumarfrí. Reyndar er smáviðbót núna þessa dagana þar sem við höfum nú aðeins kíkt á hátíðarhöld helgarinnar. Á föstudagskvöld eftir fjós var skundað í tívolí. Mikil upplifun það og svo var kíkt á torgið til að skoða hvað var þar í boði. Þó kalt væri vorum við bara vel klædd og höfðum gaman af. Sonur minn hafði nýverið uppgötvað að Páll Óskar var sko í alvörunni til, þannig að við gerðum okkur ferð í rigningu og ekta haustveðri á laugardeginum til að berja þennan mann augum og eyrum. Sonur minn var alveg í skýunum yfir þessu öllu saman og við letum veðrið sko ekkert stoppa okkur, bara dróum fram vetrargallan og bros á vör. Fórum svo í afmæli til frænku og í fjós. Alveg hreint ágætis dagur eftir rólegheit fyrri partinn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
sun. 29.7.2007
Hveragerði, Ikea, Kolaportið, heim
Þá er ferðalaginu lokið. Þetta er sko búið að vera meira fríið. Við vorum nú samt ótrúlega hress eftir Esju-gönguna, en þó var nú sofið aðeins lengur og mátti merkja framan af degi að drengurinn var ekki alveg á fullan orkutang. En það er bara í góðu lagi, enda þrekvirki hjá svona litlum kropp að komast þó þetta langt upp. En þá var nú komið að IKEA, þvílíkt og slíkt, Jóhann vildi fara í Ævintýra skóg, barnapössunina þar, hámarkið var klukkutími, ég var ekki búin að koma mér í gegnum búðina á þeim tíma, þetta er sko almennileg verslun.
Þá var það Hveragerði. Ég var nú að hugsa um það á leiðinni að það eru nú breyttir tímar frá því að ég bjó þarna. Þá fórum ég og þáverandi sambýlismaður minn stundum sunnudagsrúnt til Hveragerðar. Þá var þetta þægilegur, afslappandi og góður leiðangur. Nú er þetta sko orðið annað. Brjáluð umferð og allir að flýta sér. Mikil uppbygging hefur orðið þarna, verslanir jafnt sem hús. Við fórum í Eden, mér finnst alltaf svo notalegt að koma þarna, afslappað og heimilislegt, þó mætti nú alveg hafa smá kynninu á borðtuskum og öðrum hreingerningar vörum. En við fengum okkur ís, og varð ekki meint af þrátt fyrir sóðalegt afgreiðsluborð, skoðuðum blómaskálan og annan varning sem var þarna í boði.
Við vorum svo ótrúlega heppin að vera boðin í grill hjá frændfólki og mættum aðsjálfsögðu þangað. Þá voru mamma og bróðir líka komin í bæinn og voru þar líka. Hrikalega notalegt, grill á pallinum við arineld. Þá var nú klukkan orðin of magt til að leggja af stað norður og okkur bauðst gisting hjá frænku og þáðum það. Takk kærlega fyrir okkur.
Eitthvað dróst nú að hafa sig af stað en það hafðist þó með viðkomu á kaffihúsi í Smáralindinni og kolaportinu. Þetta var bara skemmtilegur dagur. Ég náði að gera nokkuð góð kaup á hlutum sem passa vel í notaða innbúið mitt. Ekkert eins er, helst notað er stíllinn á þessu heimili. Við keyrðum svo norður í alveg hreint meiriháttar góðu verðri.
Við erum nú bara mjög ánægð með þetta sumarfrí okkar. Egilsstaðir, Kárahnjúkar, Sænautasel, Seyðisfjörður, Reyðarfjörður, Fáskrúðsfjörður, Mjóifjörður, Dalatangi, Hallormsstaðaskógur, Selskógur, Borgafjörður Eystri, Hellisheiði Eystri, Vopnafjörður, Fossheiði, Dettifoss, Goðafoss, Kirjufellsfoss, Laxadalsheiði, Skógarströnd, Gundarfjörður, Snæfellsnesið, Snæfellsjökull, Esjuganga, Perlan, Hveragerði, Ævintýraland, Ævintýraskógur, Gott veður og góður félagsskapur. Takk fyrir okkur.
Bloggar | Breytt 24.8.2007 kl. 11:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)