Færsluflokkur: Bloggar

Hérna er einn snilldar ljósku brandari sem þið ættuð að gefa ykkur tíma í að lesa

Þessar ljóskur ....

Brúnka, rauðka og ljóska vinna saman á skrifstofu.

Þær taka eftir því að á hverjum degi fer fröken Sigríður yfirmaður þeirra aðeins of snemma heim úr vinnunni.
Einn daginn spjalla þær saman og sjá sér leik á borði að stelast Næsta dag þegar yfirmaðurinn fer læðast þær út stuttu síðar.

Brúnkan fer heim til sín og beint í rúmið, ákveðin í því að vakna snemma næsta morgunn og nýta tímann vel. 

Rauðkan notar aukatímann með því að fara á líkamsræktarstöð áður en hún fer út að borða með vini sínum.

Ljóskan fer heim, gengur inn í svefnherbergið og sér eiginmann sinn í rúminu með fröken Sigríði, yfirmanni sínum. Hún lokar hurðinni og fer út.

Næsta dag ræða brúnkan og rauðan um það að nota sömu aðferð og daginn áður. Þær spyrja ljóskuna hvort hana langi til að fara aftur snemma heim.

"Nei" segir ljóskan. "Það komst næstum því upp um mig í gær!"


Tímamót, sex ár.

Jæja. það hafðist, í dag eru sex ár frá því að ég tók síðasta sopan.  Ótrúlegt, það er eins og það hafi gerst í gær.  Þó, þegar ég hugsa um það þá hefur alveg ótúlega margt breyst í lífi mínu síðustu sex ár  Og það sem meira er mest allt til góðs.  Ég hefðu aldrei trúað því þegar ég gekk inn á Vog,  bara til að hætta að drekka, hvað margt gæti bara yfir höfuð breyst.  Ég bara trúði því að ég hefði gert eitthvað af mér í fyrri lífum og væri að taka refsinguna út í þessu lífi.  Ég var ekki búin að átta mig á hversu mikil áhrif dansinn við Bakkus hafði á mitt líf, lífsviðhorf og lífsgæðin.

Ég trúi því að ég eigi alltaf möguleika ef ég drekk ekki í dag.

Ég og sonur minn tókum daginn snemma með aukavakt í fjósinu.  Alveg yndislegt Grin.  Ótrúlegt hvað það gerir fyrir mann sálrænt að vakna svona snemma og gera gagn, nota bene klukkan er ekki orðin 10 á laugardagsmorgni.  ( maður var nú stundum ekki kominn heim á þessum tíma hérna í denn)  Nú er drengurinn að horfa á barnaefnið og mamman að blogga áður en farið verður í sund í nýju Hrafnargilslauginni.

Þetta verður góður dagur.


Góð helgi

Ekki er hægt að segja annað en að lífið gangi bara vel þessa dagana.  Það koma góðir dagar og ekki eins góðir dagar þar inn á milli.  Eftir mikin atgang í vinnunni á föstudaginn ákvað ég að hætta klukkan 16 þar sem að ég átti frí í fjósi um kvöldið, fór ég og náði í son minn snemma í leikskólan. Við fórum í Bónus, þvílik klikkun að fara svona seinnipart á föstudegi en við létum okkur samt hafa það.  Svo var áveðið að kíkja á nytjamarkað hjá Hjálpræðishernum,  þið trúið því kannski ekki en vá þetta var upplifun,  við Jóhann náðum að versla fyrir þúsundkrónur.  Sonur minn fann þarna stand með sleifum og kryddbaukum,  og hann alveg ljómar með fyrstu kokkaáhöldin sín.  Svo bauð ég syni mínum út að borða.  Við skelltum okkur á Greifan, klikkar ekki,  en sonur minn var ekki alveg að ná þessu þegar við vorum sest við borð inni á Greifanum spurði hann "en mamma ætluðum við ekki út að borða?  Af hverju erum við þá herna inni?"  Nokkuð til í þessu hjá honum.

 Laugardagurinn var tekinn snemma.  Við vorum mætt í Kjarnaskóg kl 10 til að hitta tvær aðrar einstæðar mæður og börn þeirra.  Þetta var alveg æðislegt,  auðvitað var leikið í leiktækjum og grillað.  Ótrúlegt hvað maður er fljótur að gleyma hvað þessu einföldu hlutir virka alltaf vel.  Þetta svæði er alger snilld.  Svo fórum við Jóhann í sund á Hrafnargili á eftir, rennibrautin og allur pakkinn.  Svo var ekki annað hægt en að skella sér í heimsókn til fyrstu tilvonandi tengarmömmu minnar.  Sem sagt alveg yndislegur dagur, hefði ekki getað verið betri.

Nú er sunnudagsmorgun, ótrúlegt en satt var dagurinn tekinn snemma, alveg magnað.  Klukkan ekki orðin 11 og sonurinn búin að koma til mömmu sinnar grafalvarlegur " mamma mig langar til að hitta Jesú"  Almennilegur sunnudagsmorgunn ......

 

Smá svona auka fróðleikur......

Drekkur þú jafn mikið vatn og þú ættir að gera á hverjum degi?

KÓK !!

- Í mörgum bandarískum fylkjum er vegalögreglan með10 lítra af kóki í
bílunum hjá sér til að þrífa blóð af vegum eftir umferðarslys.

- Þú getur sett T-Bone steik í skál af kóki og hún verður horfin eftir
2 daga.

- Til að hreinsa klósettið: Helltu einni dós af kók ofan í klósetið,
bíddu í eina klukkustund og sturtaðu svo niður. Sýran í kókinu leysir
upp bletti.

- Til að fjarlægja ryðbletti af krómstuðurum: Dýfðu krumpuðum álpappír
í kók og nuddaðu stuðarann.

- Til að hreinsa rafgeyminn í bílnum: Helltu einni dós af kók yfir
rafgeymatengslin.

- Til að losa ryðgaðan bolta (skrúfu). Rennbleyttu tusku með kóki og
haltu henni að boltanum í nokkrar mínútur.

- Til að fjarlægja fitubletti úr fatnaði: Helltu einni dós af kók í
þvottavélina bættu við þvottaefni og þvoðu eins og venjulega. Kókið
leysir upp fitublettina.

- Framrúðan á bílnum þínum hreinsast líka vel með kóki.

- Virka efnið í kók er phosphoric acid.

- Ph í kók er 2.8. Það getur leyst upp nögl á ca fjórum dögum.

- Til að flytja Coca-Cola sýrópið (fullan styrk) þurfa
vöruflutningabifreiðar að hafa á sér viðvörunarskilti sem einungis eru
notuð á bíla sem flytja MJÖG ÆTANDI EFNUM.

- Dreifingaraðilar Coca-Cola hafa notað gosdrykkinn í um það bil 20 ár
til að hreinsa vélarnar í trukkunum hjá sér.

Langar þér enn í hressandi dós af Coca-Cola?

Hundapössunarpía

Jæja, þá er komið að því að setjast niður og koma einhverju nýju hérna inn.  Mér fannst alveg tilvalið að leyfa þessari snilldar sögu að njóta sín í smá tíma.  Með þeim betri sem ég hef komist yfir.  Sýnir það í stuttu máli að stundum borgar sig að skoða hlutina þó ekki væri nema aðeins áður en gripið er til aðgerða.

Annars hafa hlutirnir gengið svona nokkuð sinn vinagang hérna á heimilinu, kosningarnar búnar, Eiríkur búinn að syngja, þó vonandi ekki sitt síðasta og sumarið búið og hautið komið.  Mikið væri nú gott ef hætti að snjóa í fjöll hérna og færi að hlýna þó ekki nema lítið eitt.

En planið var að hafa alveg einstaklega rólega helgi hérna í sveitinni, sem og stefnir í nema við mæðginin gerðumst hundapössunarpíur yfir helgina.  Ein lítil og loðin tík.  Gaman af því en ég verð að segja það, að vakna kl 7 á laugardagsmorgni til að hleypa tíkinni út til að gera þarfir sínar, er ekki alveg efst á óskalistanum, en samt til vinnandi frekar en að verka þetta upp af gólfinu.  En þetta er bara ein helgi og sonurinn hefur gaman af þessu. 

Jæja, nú er von á gestum um helgina svo mér er víst ekki til setunnar boðið tími til kominn að húsmæðrast aðeins......


Stundum er gott að athuga málið.

Góð saga sem ég fékk lánað af bloggi vinkonu minnar. 

Kæri eiginmaður.

Ég skrifa þér þetta bréf því ég hef ákveðið að fara frá þér. Ég hef verið þér góð eiginkona í sjö ár án þess að það hafi skilið nokkuð eftir. Þessar síðustu tvær vikur hafa verið algjört helvíti. Það sem fyllti mælinn var þegar yfirmaðurinn þinn hringdi í dag til að segja mér að þú hefðir sagt upp vinnunni þinni !!!! Hvað varstu eiginlega að hugsa ?????? Í alvörunni, bara í síðustu viku komstu heim úr vinnu og tókst ekki einu sinni eftir því að ég hafði farið í klippingu . Ég eldaði meira að segja uppáhalds matinn þinn og til að reyna að vekja athygli þína klæddist ég glænýjum sexý náttkjól um kvöldið !!!! Þú hinsvegar komst heim,gleyptir í þig hluta af matnum á innan við mínútu, fórst svoupp í rúm þar sem þú gláptir á fótboltaleikinn í sjónvarpinu eins og þú gerir ALLTAF ....áður en þú steinsofnaðir!! Þú ert alveg hættur að segja að þú elskir mig og ert líka alveg hættur að snerta mig ! Annaðhvort ertu búinn að vera að halda framhjá mér eða elskar mig hreinlega ekki lengur. Hver semskýringin er.....þá er ég farin frá þér.

Ps. Ekki reyna að hafa upp á mér.....því þú verður bara fyrir

vonbrigðum því ég og Halldór bróðir þinn höfum ákveðið að hefja búskap saman.

Vertu blessaður.......!

Þín FYRRVERANDI eiginkona !

 

 

Sagan endar þó ekki þarna...........

 

 

Kæra fyrrverandi eiginkona.

Mig langar að byrja á að segja þér að ekkert hefur glatt mig eins mikið lengi og að fá bréfið frá þér í dag. Það er rétt hjá þér að við höfum jú verið gift í sjö ár en að þú skulir halda því fram að þú hafir verið mér góð eiginkona þessi sjö ár.....er ansi langt frá sannleikanum verð ég að segja. Rétt skal vera rétt og til að útskýra mína hlið á málunum þá þér að segja horfi ég svona oft á fótboltann í sjónvarpinu til að losna við þurfa að hlusta á þetta stanslausa röfl í þér út af öllu og öllum ! Verst að það virkar ekki eins vel og ég hefði viljað ! Og bara svo að þú vitir það þá tók ég VÍST eftir því að þú hafðir farið í klippingu í síðustu viku. En málið var að mér þótti klippingin bara svo misheppnuð og hrikalega ljót enda leistu út eins og karlmaður! Og þar sem móðir mín elskuleg kenndi mér að segja frekar ekki neitt ef maður hefði ekkert fallegt að segja.. ....ákvað ég að þegja !

Eitthvað hefur þú svo ruglað mér saman við hann Halldór bróður þegar þú segist hafa eldað uppáhalds matinn minn því þér að segja hætti ég að borða svínakjöt fyrir rúmum sjö árum síðan !!! Ástæðan fyrir því að ég fór að sofa þegar þú klæddist nýja sexý náttkjólnum þarna um kvöldið var einfaldlega sú að þegar ég sá verðmiðann aftan á náttkjólnum gat ekki annað en velt því fyrir mér hvort það gæti virkilega verið tilviljun að kjóllinn kostaði 3.999 kr. og að Halldór bróðir hafði fengið lánaðan hjá mér 4 þús. kall fyrr um daginn!!!!!!

En bara svo að þú vitir það þá elskaði ég þig þrátt fyrir allt og vonaðist til að við gætum reynt að laga það sem farið hafði úrskeiðis í hjónabandinu. Þannig að þegar ég svo uppgötvaði að ég hefði unnið í 572 milljónir í víkingalottoinu í dag ákvað ég að segja upp vinnunni minni og koma þér á óvart með því að kaupa handa okkur tvo miða til Jamaika. En þegar ég kom heim varst þú farin og mín beið bréfið frá þér.

Ég trúi því að það sé ástæða fyrir öllu.

Ég vona bara að þú finnir þá fyllingu í þeirri ákvörðun sem þú hefur tekið. Lögfræðingurinn minn hefur tjáð mér að með bréfi þínu hafir þú fyrirgert rétti þínum til lottovinningsins þannig að því miður fyrir þig er hann er alfarið minn. Vona að þú hafir það bara gott í framtíðinni.

Já og meðan ég man...........er ekki alveg viss hvort ég sagði þér það nokkurntímann en Halldór bróðir er ekki fæddur Halldór....heldur....Halldóra. Vona að það komi ekki að sök.

Með ótrúlega góðri kveðju frá Jamaika....

Hinn moldríki og frjálsi FYRRVERANDI eiginmaður

þinn!


Fyrir þá sem vilja fullkomnun!!!

Jæja nú hefur tíminn heldur betur flogið.  Frá því er ég bloggaði síðast er bara komið sumar og veturkonungur hefur sagt skilið við okkur samkvæmt dagatalinu. 

Ég ákvað fyrir viku að kveðja nú veturinn með því að tjöruhreinsa bílinn minn og bóna.  Ég ætla ekki að segja ykkur frá því, jú reyndar hef ég það í huga að segja ykkur frá því, en ég hefði sennilega farið langt með að malbika heimreiðina hérna með tjörnunni sem á bílnum mínum var.  ( Þetta er reyndar stórlega ýkt en engu að síður gaman af því)  Svo var bílinn sápuþvegin og þurkaður bónaður og ekki hætt þar, nei ég rakst á extra glansbón með undirtextanaum "fyrir þá sem vilja fullkomnun" á bensínstöðinni.  Það var ekki verið að skafa af þessu og  mín fjárfesti í einum brúsa og enn og aftur var hafist handa við að strjúka bílnum.  Þar sem þetta þurfti að bíða einhverja stund á bílnum, og úti hreinlega sumarblíða,  ákvað ég að fara eins að bílnum hennar móður minnar.  Svona til að gleðja þá gömlu og/eða kannski var þetta meira fyrir mig,  svona gat ég sagt takk fyrir að vera og gera fyrir mig.  Ég get svo sagt ykkur það að bílarnir ohohoh þeir voru æðislegir,  það var hreinlega hægt að speigla sig í þeim, alveg eins og nýslegnir túskildingar.  En ekki er nú það sama hægt að segja um undirritaða,  vá hvað ég var búin eftir þetta dagsverk.  En bara gott að finna til þessara líklamlegu þreytu og hafa verið úti allan daginn.  Bara yndislegt.

Það er sem sagt búið að taka vikuna að jafna sig eftir þetta, og auðvitað hef ég setið úti á plani og dáðst að minni gláandi sjálrennireið frekar en að agnúst eitthvað hérna á blogginu mínu eins og ég hef verið að gera undanfarið.  Þó að það sé nú bara gott annað slagið líka.

Líðandi helgi er búin að vera ljúf og góð hérna hjá litlu fjölskyldunni,  þó helst til ljúf fyirr son minn, held að honum hafi nú bara verið farið að þykja nóg um rólegheitin í móður sinni.  En eins og ég sagði honum,  "þú lærir þetta með aldrinum, en vertu bara barn á meðan þú getur."

P.S.  Ingunn auðvitað er heitt á könnunni og með því,  vertu æfinlega velkomin.


Hreinskilni og væntumþykja

Jæja ég ætlað að vera búin að skrá framhald af síðustu sögu fyrir lifandi löngu en... þannig að nú kemur framhaldið.

Það kom mér á óvart í krossförinni miklu er ég fór að spurja til baka hvers vegna segir þú þetta við mig?  Hvernig getur þú vitað hvað er mér fyrir bestu betur en ég?  Hvað gefur okkur leyfi til að "taka aðra mannesku í gegn"?    Jú oftar en ekki fekk ég svörin, " ja ég er bara svo hreinskilin manneskja, ég segi það sem mér finnst.  Svo fylgdi oftar en ekki tal um væntumþykju þar á eftir.

Já ok nú var þetta farið að meika sens, það er nú bara þannig að okkur er ekki alltaf gefið að sjá sjálf okkur eins og aðrir sjá okkur, sem betur fer stundum.  Stundum þurfum við leiðsögn annarra og stundum er ágætt að sjá sig með augum annarrs.  En þar sem undirrituð er í smá uppreisn núna þá gat ég ekki annað en spurt áfram, en hvað með það að stundum má satt kyrrt liggja?  Hvað með aðgát skal höfð í nærveru sálar?  Hef ég semsagt leyfi til að vera segja hvað sem er við hvern sem er, ef ég er hreinskilin manneskja?  Já hún helt það nú, en þegar ég sneri dæminu við og spurði hvað finnst þér um ef ég segi við þig og endurtók hennar orð til mín?  Og viti menn það var bara ekki alveg eins sniðugt.  Þannig að þetta átti bara ekki alveg jafn vel við þegar þessu var snúið við.  En þannig er það kannski með okkur öll.

En nú er kannski komið nóg af þessum vangaveltum.  En engu að síður athyglisvert.   kannski virkar það bara vel að fara alveg aftur í kristinfræðina burt séð frá öllu öðru.

Elskaðu náungan eins og sjálfan þig.

Gleðilega hátið.


Moldvarpan sem vildi vita hver skeit á hausinn á henni.

Nei ég er ekki búin að missa það.  Þetta er titill á annars alveg ágætri bók sem ég keypti handa syni mínum og við lesum oft og höfum gaman af.

http://edda.is/net/products.aspx?pid=857&source=edda.is

En ég get engan vegin haft eins gaman af því þegar skitið er á hausinn á mér.  Þetta er bara alveg orðið gott.  Ég stend mig að því að gera eins og moldvarpans sem vildi vita hver skeit á hausinn á henni.  Hún fann sökudólginn sem var hundur slátrarans, hann Drellir, gerði sér lítið fyrir og snaraði sér upp á þak hundakofans og skeit á hausinn á hundinum.

Ekki misskilja mig hérna,  engin þörf á drulluheldu höfuðfati þegar ég birtis, engin ásetningur um að fara að losa sig við saur á hausinn á einhverjum.  Það sem ég er að reyna að koma mér að er nákvæmlega það að mér er alveg um megn að skilja og er farið að langa til að vita

Þegar einhver leggur eitthvað á sig til að aðstoða fólk í kringum sig afhverju eru launin oftar en ekki skítkast og skætingu?  Oftar en ekki leyfum við okkur þetta við okkar nánasta fólk eða það fólk sem reynist okkur hvað best. Ég hef þá trú að heimurinn er betri staður ef maður leggur sitt að mörkum til að hjálpa þegar því er komið við, ég tala nú ekki um ef viðkomandi stendur manni nærri hvort heldur sem fjölskylda eða vinur.  Oftar en ekki fær maður skítkast og ónot til baka, eða það sem ég hef aldrei getað sætt mig við að fólk heldur að það geti sagt hvað sem er við mann.  Ætlar sér að "taka mann í gegn".

Núna undanfarið hef ég bara alveg fengið nóg af þessu,  og til að öðlast smá skilning á þessu hvað það er í mínu fari sem gefur fólki leyfi til eða kallar fram þörfina "að taka mig í gegn". 

Þannig að lagt var af stað í kossförnina miklu!! Spurningin er : Hvernig standi á þessu?.  Fólk virðist leyfa sér að segja hinu ótrúlegustu hluti við viðkunnalegasta fólk.  Reglan virðist vera því viðkunnalegra sem fólk er því meira skítkast. Er málið það að ef maður stendur ekki argandi og gargandi alveg sturluð úr frekju þá virðist sem allt í lagi sé að skíta endalaust á hausinn á viðkomandi.  Þannig að þegar á vegi mínu hefur orðið mannenskja sem gerir sig líklega til að girða niður um sig buxurnar og setjast á hækjur sér  til að drulla á hausinn á mér, hef ég vikið mér fimlega undan og spurt hreint út

Hver gaf þér leyfi til að skíta á hausinn á mér?

 Hvað gefur þér leyfi til að taka annað fólk í gegn?

 Hvað gefur þér leyfi til að segja svona við annað fólk?


Að vera eða vera ekki.....

Mamma hvað ætlar þú að verða þegar þú verður fullorðin?

Ég sá mér nú ekki annað fært en að útskýra fyrir syni mínum að ég væri nú þegar fullorðin, þar sem sonur minn er þeim kosti gæddur að gefast ekki upp fyrr en í fulla hnefana eða fyrr en spurningunni hefur verið svarað á þann hátt að hann geti lokað málinu með spekinslegum tóni í röddinni er hann segir "já, ég skil"  þá gerði hann sér lítið fyrir og endurorðaði spurninguna:

Mamma, hvað ert þú þegar þú ert fullorðin?

Ummmmm. ég er mamma þín og Hafdís klóraði ég í bakkan og vonaði að hann leti það gott heita.  Nei, hann vildi vita hvað ég ætlaði að verða eins og hann ætlaði að verða söngvari.  Þá sá ég mér ekki annað fært en að útskýra fyrir honum að ég væri Hafdís og mamma hans en ég ynni sem fjósastúlka, heimilishjálp og seldi fasteignir.   Það væri eitt að vera og annað að vinna við eitthvað.  Í kjölfarið fylgdu miklar og spekingslegar umræður sem lauk með spekingslega tóninum í röddinni er hann sagði " já, ég skil, ég er Jóhann Haraldur Dan Hafdísarson og ætla að vinna við að syngja og fá peninga fyrir".   Ég let þetta gott heita en verð nú samt að viðurkenna að sem mömmu langaði mig eitt andartak til að taka litla drenginn minn, sem reyndar þvertekur fyrir að vera lítill, vefja hann inn í bómul og segja honum að vera bara alltaf drengurinn hennar mömmu, vera ekkert að þessu "söngvaraveseni" , bara bras, hann gæti bara sungið fyrir mömmu sína.   En svo leið það andartak og lífið heldur áfram. Ég er reyndar fegin því að hann er búinn að ákveða að fara í Hrafnargilsskóla áður en hann fer í enskuskólann, en það stóð til að fara beint í enskuskóla eftir leikskóla.  Hann er alveg staðráðinn í því að tala ensku þegar hann verður fullorðinn.     

En burt séð frá öllu þessu eru við mæðginin nú sátt á að hann geymi það í nokkur ár að verða fullorðin,  sagði honum að njóta þess að vera barn, svo ætti hann eftir að verða unglingur áður en hann yrði fullorðin.  Nei hann helt nú ekki hann ætlaði sko ekki að verða neinn unglingu!!!!!!

Að vera eða vera ekki.......... ekki spurning eða hvað?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband