Færsluflokkur: Bloggar
þri. 17.7.2007
Kárahnúkar, Sænautasel, Reyðarfjörður.....
Jæja þá er maður orðin svo frægur að hafa komið að Kárahnúkum. Vá hvað er mikið af náttúruperlum þarna á leiðinni uppeftir. Og Vá hvað þetta er allt stórt þarna..... ég er svo til orðlaus. Við þvældum svo þarna um hálendið fengum okkur lummur og kakó í Sænautaseli. Þetta er alveg ótrúlegt ég held ég sé ekki alveg búin að ná þessu enn.
Svo renndum við mæðginin yfir á Seyðisfjörð og kíktum í kaffi til vinkonu minnar sem ég hafði nú ekki séð í tvö ár. Ótrúlegt hvað tíminn líður hratt. Þó var eins og ég hefði hitt hana í gær. Alveg ótrúlega gaman af þessu og fegin er ég að hafa drifið mig yfir heiðina. Svo renndum við sonurinn Fagradalinn í gær og enduðum í Reyðarfirði. Nei önnur borg heyrðist þá í aftur sætinu. Honum fannst nú ekki mikið til koma þegar ég var svo að reyna að segja honum vá sjáðu álverið, umm já, voru einu svörin sem ég fékk. En þar sem við vorum komin þetta langt var ákveðið að renna á Fáskrúðsfjörð. Og aftur heyrðist nei önnur borg. Þó fannst okkur enn merkilegra að það var sól þegar við fórum inn í fjallið en engin sól þegar við komum út. Hver tók sólina. Eins þegar við heldum heim á leið þá var engin sól þegar við fórum í göngin en sól þegar við komum út úr göngunum. Þá var minn maður kominn með nóg af þessu og lagði sig í Fagradalnum á leiðinni heim. Auðvitað er aðeins búið að skella sér í Hallormsstaðaskóg, í sund á Egilsstöðum, skoða Kaupfélag Héraðsbúa og fá sér ís í sjoppunni. Þetta er nú búið að vera alveg ágætis ferðalag það sem af er en þó hefur sonur minn nú aðeins nefnt það hvort við þyrftum nú ekki aðeins að skreppa til hennar ömmu, hann þurfi nú aðeins að tala við hana.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
þri. 17.7.2007
Egilsstaðaborg........
Það er sko kominn tími til að blogga. Eins og áður hefur komið fram erum við mæðginin á ferðalagi. Eftir að hafa komið sér af stað, loksins, keyrðum við í himnesku veðri austur á land. Auðvitað var stoppað við Goðafoss til að skoða, eitthvað sem mér finnst ég alltaf þurfa að gera ef ég er þarna á ferð. Syninum fannst þetta nú heldur merkilegt þó ekki síst þar sem hann var nú sannfærður um að þarna væru nú hákarlar. En hvað um það hann gætti nú allavega að sér þar sem hann vildi nú ekki lenda í kjaftinum á þeim. Svo var stoppað til að pissa og fá sér smá nesti í Reykjahlíð, þar gaf sonur minn sig á tal við hvern útlendingin á fætur öðrum til að fræða þá um orkudrykki og annan varning sem í verslunninn var. Var nú eitthvað fátt um svör. Auðvitað vöktu litlu ljósastaurarnir á Egilsstöðum mikla athygli en þó ekki eins mikið og Bónus. "Mamma sjáðu Bónus, þetta er nú skrítið Bónus" glumdi í aftursætinu er við renndum þar hjá. Ekki minkaði kátínan þegar við sáum svo Landsbankan, "mamma það er allt svo skrítið í þessari borg"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mán. 9.7.2007
Sumarfrí, loksins
Þessa dagana hamast ég við að reyna að kom mér í sumarfrí. Gengur svona misvel en er þó að hafast. Nú á bara eftir að laga til, pakka, henda töskunum og krakkanum í bílinn og bruna af stað.
Reyndar er ég búin að afreka það að taka blessaðan bílinn minn alveg í nefið. Sápuþvo, bóna, extra glans, ryksuga, sápuþvo motturnar, þurrhreinsa sætin og þrífa innréttingar ég á bara eftir rúðurnar og fara með bílinn í smurningu þá er þetta orðið alveg stórglæsilegt. Það er þá hægt að byrja með sóma að skíta bílinn út aftur jæja svona er þetta bara.
En annars gengir þetta nú bara sinn vanagang hérna í sveitinni. Bændur að verða eða búnir að heyja, sauðir og hross farnin á fjall eða afrétt, kýrna í haganum, hundar og kettir að verða búnir að losa sig við vetrarfeldinn.
Gæti þetta verið eitthvað betra. Ég er komin í sumarfrí.........jey
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
þri. 3.7.2007
Útilegan
Þá er maður formlega kominn í áhugamannadeildina útilegufólksins. Svo er bara að vinna sig upp deildina. En ég sá það að það er sko langt í það að ég nái atvinnumannadeildinni. Þá er ég að tala um skuldahala og/eða sigunahreysið með hvíta-leðurhornsófanum og míni viðargirðingu og makindalegan álf með skildinu velkominn í garðinum. Nei, þá fannst mér þetta nóg samt, tjald, dýnur, grill, gas, pottar, stólar.............. það er bara eins og maður sé að flytja að heiman. En engu að síður var þessi helgi alveg frábær. Við fengum alveg yndislegt veður og þar sem ferðafélagarnir voru nokkuð sammálum um að velja sér nokkuð afskektan stað í skóginum var krúsað um skóginn þangað til rjóðrið fannst. Þar breyddum við úr okkur eins og við gátum.
Auðvitað var grillað, farið á göngu, leikið, og setið með kakó, kaffi og nammi við varðeldinn. Þetta er nú bara gaman, drengjunum tveimur fannst æðislegt að geta velt sér út úr tjaldinu og göslast á náttfötunum í modinni og mígið þar sem staðið var. Við mömmurnar nutum þess sko í botn að geta setið á tvíburahúfunum og notið sólarinnar án þess að ofbjóða öðrum tjaldgestum. Alveg frábært. Takk fyrir góða helgi samferðafólk.
Bloggar | Breytt 21.7.2007 kl. 12:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mán. 2.7.2007
Á leið í Vaglaskóg
Við skelltum okkur í Vaglasóg um helgina. Stoppuðum upp í Víkurskarði og tókum þessar myndir út Eyjarfjörðin.
Bloggar | Breytt 29.7.2007 kl. 22:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
fim. 28.6.2007
Annasamir dagar
Það er ekki laust við að það sé bara alveg brjálað að gera þessa dagana. Nú er sumarfríið að nálgast og alveg er það merkilegt hvað er mikið að gera síðustu dagana fyrir frí. Sonurinn er kominn í sumarfrí frá leikskólanum eftir morgundaginn og meiningin var að svo yrði líka hjá mér. En ótrúlegt nokk þá er ég búin koma mér í vinnu eina viku til. Byrjaði á því að bóndinn sem ég er í fjósi hjá bar sig heldur illa, vegna anna og veikinda í kringum sig. Jú jú helt nú að það væri alveg gerlegt að taka fjósið einni viku lengur, svo ákvað ég að þar sem ég væri nú að vinna og færi ekki neitt þá vikuna mundi ég bara taka heimilishjálpina líka þar sem ég get tekið barnið með mér. Svo kom beiðni frá vinnuveitanda mínum á skrifstofunni að vera fyrstu vikuna í júli þar sem hún yrði ekki komin heim fyrr en þarna í miðri vikunni. Og þar sem ég var búin að ákveða að taka vinnuviku í hinum vinnunum og ekki að fara neitt þá reyni ég auðvitað að koma því í kring. Þannig að þegar upp er staðið er ég að vinna fyrstu vikuna í júlí. Snillingur. Niðurstaðan: sumarfríinu frestað um eina viku......
En þrátt fyrir það er planið að skella sér í útilegu um helgina. Ég fór ekkert í fyrra þannig að nú á að skella sér. Ég skal nú reyndar játa það hér og nú að ég er svo sem ekkert mikil útilegu manneskja. Mig langar voðalega mikið til að vera það en þegar upp er staðið og málið er skoðað á mjög raunsæjan hátt þá má segja að ég sé í baráttu sæti í áhugamannadeildinni þegar kemur að útilegum. Reyndar væri nú réttara að segja að ég væri utan deildar frá því á síðasta ári, en stefni baráttuglöð á að vinna mig upp í áhugamannadeildina þetta árið og stefni á að halda sætinu þar. Hvað varðar atvinnumannadeildina þá held ég að viðhorfsbreytingin megi verða mikil til að komast þangað. þetta er nú meira bullið.
En hvað sem því líður þá er ég búin að fá lánað útleguúthaldið hennar mömmu og stefni glöð og kát í Vaglaskóg um helgina ásamt syni og vinkonum sem vilja koma með. Ég ætla að njóta útiverunnar og náttúrunnar eins og ég hef aldrei gert áður og hafa gaman af þessu öllu saman.
Lifðu í lukku en ekki í krukku !
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fim. 28.6.2007
Aldur hvað?
Ótrúlegt, 24 eða 84 þarna virðist ekki mikill munur vera á, alla vega ekki í hreyfigetu...... eða hvað í ósköpunum á maður að segja um þetta????? eða veit ekki......
http://www.youtube.com/watch?v=bKRZv6NGjdc
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
sun. 24.6.2007
Esjan, alveg þess virði.
Á fjórða hundrað manns gekk á Esju í gærkvöldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
sun. 24.6.2007
Smá svona sunnudagsgrín :)
Ung og falleg kona var á leið heim úr verslunarferð í útlöndum. Hún spurði prestinn sem sat við hliðina á henni í vélinni hvort hann gæti mögulega gert sér greiða.
"Að sjálfsögðu barnið mitt" sagði klerkurinn, "hvað get ég gert fyrir þig?"
"Sko, ég keypti rándýra hárþurrku í útlöndum og ég er hrædd um að ég verði stoppuð í tollinum" sagði konan. "Er nokkur leið að þú farir með hárblásarann í gegnum tollinn. Þú gætir til að mynda geymt hann undir hempunni."
"Ég vil endilega aðstoða þig vina mín, en ég mun hins vegar ekki ljúga fyrir þig" sagði presturinn.
Eftir að vélin var lent og þau komu að tollinum fór presturinn á undan. Tollvörðurinn stöðvaði prestinn og spurði hann hvort hann væri með eitthvað sem gera þyrfti grein fyrir.
"Ég er ekki með neitt slíkt frá mitti og upp úr" sagði presturinn
"Hvað ertu með neðan beltis?" spurði tollvörðurinn.
"Þar er ég með magnað tæki sem er hannað til að gagnast konum, en er enn sem komið ónotað."
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
þri. 19.6.2007
Lifi enn á helginni.
Þá er vel liðið á vikuna, sumarfríð nálgast og loksins er komin rigning. Já það var bara alveg kominn tími á smá rigningu, aðeins að bleyta í gróðrinum.
Ég get sko sagt ykkur það að helgin var svo góð að ég lifi enn á henni. Á Þjóðhátíðardaginn skelltum við okkur í bæinn með Guðrúnu og Gabríel. Auðvitað var aðeins stoppað við sviðið, keypt rándýr blaðra og við mæðginin letum okkur hafa það að bíða og bíða í röð til að drengurinn gæti nú rennt sér nokkrar ferðir í uppblásinni rennibraut hjá Skátunum. Svo kíktum við í "túristaverslunina" Víkingur á göngugötunni. Alger snilld þessi búð. Þessi búð er trúlega eitt best geymda verslunarleyndarmál hér á Akureyri. Ef þú hefur ekki farið þarna nýlega eða aldrei þá held ég að það sé kominn tími til að reima á sig betri skóna, tölta í bæinn og skella sér í Víking. (ódýr þessi maður )
Laugardagurinn var alger snilld. Eftir fjósið tókum við því bara rólega, fengum okkur morgunmat. sonurinn horfði á barnaefni, mamman bloggaði og drakk nýmalað morgunkaffið í morgunkyrrðinni. Svo drifum við okkur í sund í Hrafnargilslaugina, fengum okkur ís og skelltum okkur svo í Jólahúsið. Það er nú betra að hafa vaðið fyrir neðan sig og byrja að huga að jólunum, það styttist óðum. Jóhann fékk sér hangiket hjá jólasveininum og ég keypti mér karmellur og skoðaði úrvalið. Svo tókum við rúnt um bæinn. Þvílík umferð, ég þurfti að bíða fimm sinnum á umferðaljósi hér í bæ, og það gerist ekki á hverjum degi. Drengurinn lagði sig í smá stund eftir allan hamaganginn og mamma dreif sig í kaffi í Jötunnfell, enda orðin vel kaffiþyrst eftir þetta allt saman. Góð stund þar, takk fyrir mig. Þá var kominn tími til að láta sjá sig í grillveislunni sem við vorum boðin í. ummmmm ég held sveimer þá að ég sé bara enn södd eftir þetta, enda át ég eins og hross í afmæli !!!!
Bloggar | Breytt 20.6.2007 kl. 21:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)