Færsluflokkur: Bloggar

Sjálfshjálparbækur

Þeir sem til mín þekkja vita að Sjálfshjálparbækur eru eitthvað sem freistar mín.  Oftar en ekki þá læt ég undan þeirri freistingu að lesa slíkar bækur.  Eins og með allt annað eru þeir mjög misjafnar bæði hvað varðar efnistök og gæði.  En eitt eiga þær þó sameiginlegt fyrir mig að þær vekja mig til umhugsunar.

Þær bækur sem ratað hafa á náttborðið hjá mér þessi misserin eiga þann boðskap sameiginlegan að benda á mátt hugans og hugsunar.  Þú færð það sem þú hugsar.  Þú ert það sem þú hugsar.  Auðvitað eftir allan þennan lestur þá var ekki annað hægt en að huga nú aðeins að hvað er ég að hugsa.  Hver eru viðhorf mín og hvar liggja gildin.  Ef lögmálið er að ég uppskeri eins og ég sái,  og uppskeran er ekki eins og ég ætlaði þá verð ég líklega að skoða hverju ég sáði og með hverju ég vökvaði eða hvaða áburð ég notaði.

Eftir smá umhugsun var ekki annað hægt en að taka meðvitaða ákörðun um að gera sér líið ekki erfiðara en það þarf að vera.  Mamma sagði gjarnan við okkur systkynin " Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir"  Það tók mig mörg ár að skilja hvað þetta þýðir í raun.  Ég er allavega búin að ná betri skilnig á því í dag en ég hafði í gær. 

Nú er það yfirlýst stefna heimilisins að gleði og jákvæðni skal höfð að leiðarljósi.  Maður missir af ef maður er alltaf í fýlu.  Ég geri mitt besta til að vera betri manneskja í dag en í gær.  Við þökkum fyrir það sem við höfum og reynum að njóta þess.   Við erum eins hreinskilin og unnt er, (svo framarlega að það geri betra) en ekki taka það persónulega.  Ótrúlegt en satt,  lífið gengur svo miklu betur í dag en í gær.  Aðstæður og daglegt líf hafi ekki mikið breyst,  "bara" viðhorfið.   Þetta er samt allt annað líf.  Sveimer þá ef þetta virkar ekki bara.


Þetta er hægt

Dalvíkingar hafa sannað það.  Þetta er hægt, ótrúlega lítið um vandræði og góð umferðamenning miðað við allan þann fjölda sem þarna er á ferðinni.
mbl.is Þétt umferð á Ólafsfjarðarvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúlegt

Hverjum dettur í hug að keyra yfir 90 km hraða í þessu lögregluumdæmi?
mbl.is 26 teknir fyrir hraðakstur á tveimur tímum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lögmálið

Lögmálið um orsök og afleiðingu.  Ekkert er sjálfssprottið.  Bændur gera ekki ráð fyrir því að fá eitthvað fyrir ekkert.  Þetta merkir að til þess að eitthvað gerist þarf ávallt eitthvað annað að orsaka það.  Ef þú vilt uppskera radísur verður þú fyrst að sá radísufræjum.  Þannig veit bóndi að ef hann uppsker radísur þá hlýtur hann að hafa sáð radísufræi.  Þú heyrir bónda aldrei halda því fram að jarðaberin sem hann uppskar hafi sprottið af radísufræjum.

Við getum semsagt ákvarðað orsökina út frá afleiðingunni því við vitum að þetta tvennt er ávallt háð hvort öðru.

Ef hugsun þín er orskökin (fræið), hver er þá afleiðingi, (uppskeran)?


Haustdagar

Ekki er hægt að segja annað en nú séu haustdaga.  Norðan kaldi og rigning.  Samt er eitthvað svo notalegt við þetta.  Fyrir mér er Verslunarmannahelgin alltaf byrjunin á haustinu og lok sumars, ekki misskilja mig, mér finnst sumarið yndislegur tími og hef ekkert ámóti góðu hausti eða lengra sumri en samt.  Það er aðeins byrjað að rökkvar og lífið aftur að komast í það sem ég kalla normið, þar til jólin koma.  Talandi um það já ég er byrjuð að kaupa jólagjafirnar.  hohoho skildi ég fá jólahjól.

Við mæðginin erum nú byrjuð að vinna aftur og unginn mættur í leikskóla.  Auðvitað bara tóm gleði með það allt saman enda búin að eiga alveg æðislegt og viðburðaríkt sumarfrí.  Reyndar er smáviðbót núna þessa dagana þar sem við höfum nú aðeins kíkt á hátíðarhöld helgarinnar.Páll Óskar á sviði  Á föstudagskvöld eftir fjós var skundað í tívolí.  Mikil upplifun það og svo var kíkt á torgið til að skoða hvað var þar í boði.  Þó kalt væri vorum við bara vel klædd og höfðum gaman af.  Sonur minn hafði nýverið uppgötvað að Páll Óskar var sko í alvörunni til,  þannig að við gerðum okkur ferð í rigningu og ekta haustveðri á laugardeginum til að berja þennan mann augum og eyrum.  Sonur minn var alveg í skýunum yfir þessu öllu saman og við letum veðrið sko ekkert stoppa okkur, bara dróum fram vetrargallan og bros á vör.  Fórum svo í afmæli til frænku og í fjós.  Alveg hreint ágætis dagur eftir rólegheit fyrri partinn.


Hveragerði, Ikea, Kolaportið, heim

Þá er ferðalaginu lokið.  Þetta er sko búið að vera meira fríið.  Við vorum nú samt ótrúlega hress eftir Esju-gönguna, en þó var nú sofið aðeins lengur og mátti merkja framan af degi að drengurinn var ekki alveg á fullan orkutang.  En það er bara í góðu lagi, enda þrekvirki hjá svona litlum kropp að komast þó þetta langt upp.  En þá var nú komið að IKEA, þvílíkt og slíkt, Jóhann vildi fara í Ævintýra skóg, barnapössunina þar,  hámarkið var klukkutími, ég var ekki búin að koma mér í gegnum búðina á þeim tíma, þetta er sko almennileg verslun.

Þá var það Hveragerði.  Ég var nú að hugsa um það á leiðinni að það eru nú breyttir tímar frá því að ég bjó þarna.  Þá fórum ég og þáverandi sambýlismaður minn stundum sunnudagsrúnt til Hveragerðar.  Þá var þetta þægilegur, afslappandi og góður leiðangur.  Nú er þetta sko orðið annað.  Brjáluð umferð og allir að flýta sér.  Mikil uppbygging hefur orðið þarna, verslanir jafnt sem hús.  Við fórum í Eden,  mér finnst alltaf svo notalegt að koma þarna, afslappað og heimilislegt,  þó mætti nú alveg hafa smá kynninu á borðtuskum og öðrum hreingerningar vörum.  En við fengum okkur ís, og varð ekki meint af þrátt fyrir sóðalegt afgreiðsluborð, skoðuðum blómaskálan og annan varning sem var þarna í boði.  Á ég að vera eins og bóndi?

Við vorum svo ótrúlega heppin að vera boðin í grill hjá frændfólki og mættum aðsjálfsögðu þangað.  Þá voru mamma og bróðir líka komin í bæinn og voru þar líka.  Hrikalega notalegt, grill á pallinum við arineld.  Þá var nú klukkan orðin of magt til að leggja af stað norður og okkur bauðst gisting hjá frænku og þáðum það.  Takk kærlega fyrir okkur. 

Eitthvað dróst nú að hafa sig af stað en það hafðist þó með viðkomu á kaffihúsi í Smáralindinni og kolaportinu.  Þetta var bara skemmtilegur dagur.  Ég náði að gera nokkuð góð kaup á hlutum sem passa vel í notaða innbúið mitt.  Ekkert eins er, helst notað er stíllinn á þessu heimili.  Við keyrðum svo norður í alveg hreint meiriháttar góðu verðri.

Við erum nú bara mjög ánægð með þetta sumarfrí okkar.  Egilsstaðir, Kárahnjúkar, Sænautasel, Seyðisfjörður, Reyðarfjörður, Fáskrúðsfjörður, Mjóifjörður, Dalatangi, Hallormsstaðaskógur, Selskógur, Borgafjörður Eystri, Hellisheiði Eystri, Vopnafjörður, Fossheiði, Dettifoss, Goðafoss, Kirjufellsfoss, Laxadalsheiði, Skógarströnd, Gundarfjörður, Snæfellsnesið, Snæfellsjökull, Esjuganga, Perlan, Hveragerði, Ævintýraland, Ævintýraskógur,  Gott veður og góður félagsskapur.  Takk fyrir okkur.


Gengið á Esjuna.

Í kvöld var gengið á Esjuna.  Við náðum þó ekki alveg á toppinn en fórum ansi langt með það, áttum ekki langt í steininn sem er 5 áfangi af 6 en drengurinn var farinn að kvart mjög mikið þrátt fyrir að móðirinn væri búin að burðast með hann á bakinu af og til síðari hluta leiðarinnar.  Ég ætlaði á toppinn en hafði það bara ekki í mér að pína barnið meira þannig að við gerðum bara samkomulag um að reyna aftur að ári enda yrði hann þá orðinn 5 ára og þá ætlum við á toppinn.  En þetta var nú samt nokkuð gott bara hjá okkur.  

Við erum reyndar búin að hafa alveg yndislegan dag.  Byrjuðum daginn á Cafe Milanó, náðum í bílinn, fórum á Cafe París, Jóhann hljóp um Austurvöllin og Ingólfstorg þar sem hann reyndar var líka að bursla í vatninu sem flæðir þar um.  Það fannst honum mjög gaman.  Svo rúntuðum við aðeins um Reykjavík.  Fórum í Perluna og renndum á Seltjarnarnesið.  Kíktum síðan í kaffi á pallinn hjá ættingjum hérna.  Svo eins og fyrr segir þá enduðum við daginn á Esju-göngu. 

Sveimer þá ef ég er þá ekki bara búin að ná því að vera alvöru túrhestur í Borginni.

 


Komin aftur af stað

Þá erum við komin til Reykjavíkur.  Við pökkuðum aftur í töskur og brunuðum af stað s.l. laugardag.  Tókum þó aðra stefnu við Brú í Hrútafirði, en ég geri vanalega, renndum yfir Laxadalsheiði, Skógströndina og á Grundarfjörð til "gömlu" pössunarpíunnar.  Ég held ég hafi ekki hitt hana í 10 - 12 ár eða meira.  Mjög gaman af þessu,  farið var í lautarferð við Kirkjufellsfoss þar sem börnin böðuðu sig í fossinum og höfðu gaman af þó kalt hefði verið.  Ég veit það að sonur minn gleymir þessari upplifun seint eða aldrei.  Takk kærlega fyrir okkur.

Þegar lagt var af stað aftur lá leiðin áfram suður Snæfellsnesið.  Ótrúleg fegurð.  Sonurinn lagði sig eftir allan spenningin, ég dólaði mér um um nesi og naut náttúrfegurðar í sólinni.  Auðvitað var ekki hægt annað en að renna upp að Snæfellsjökli af því að ég var nú komin þetta langt.  Stórkostlegt.  Ég gat ekki annað en velt því fyrir mér, hvers vegna hef ég aldrei gert þetta fyrr,  öll þau ár sem ég bjó í Reykjavík hafði ég mikið dálæti á þessum stórfenglega jökli sem ég hafði útsýni yfir um tíma.  En ég hef í það minnsta látið verða af þessu núna.   Nú erum við komin til Reykjavíkur.  Búin að fara í Kringluna, þar fór Jóhann í Ævintýraland mikið gaman mikið fjör.

Þó eru ekki allir eins ánægði í þessu ferðalaginu,  Bíllinn minn mótmælti svo að ég sá mér ekki annað fært en að láta líta á hann.  Þar er hann svo búinn að hafa aðsetur en er nú tilbúinn.  Dýrt spaug,  ég get ekki annað en velt því fyrir mér,  hvað ætli ég verði lengi að vinna fyrir skuldinni ef ég vaska upp á kaffistofunni?


Heimleiðin

555 km að baki.  Heimleiðin var sko algert æði.  Við pökkuðum í  bílinn og brunuðum af stað á Borgarfjörð Eystri.  Í himnesku veðri keyrðum við alveg guðdómlega fallega leið.  Við fengum okkur kaffi og Egils appelsín í gleri á kaffihúsinu á Bakkagerði, Álfasteinn.  Þar var líka verlað grjót.  Svo fórum við í Hrafnhólma skoðuðum lundan og nutum sólarinnar.  Á leiðinni frá Bakkagerði og áður en við fórum fyrir Landsenda heyrðist í aftursætinu, " mamma ég sé guð"  þá vitum við það ef þú horfir í gegnum glerflösku "egils appelsín" á Borgarfirði Eystri þá sérðu guð. 

Þá lá leiðin til baka og fórum við yfir Lagafossvirkjun og keyrðum Hróarstunguna, stefnan var tekin yfir Hellisheiði Eystri.  Ég hef tvisvar farið þá heiði en alltaf í þoku.  En í þessari ferð var ég bænheyrð, engin þoka.  Vá þetta var alveg æðislegt þvílík fegurð, ég sé sko ekki eftir því að hafa tekið þennan krók.  Ég var svo heilluð að ég bara á ekki til orð.  Stoppaði oft og naut þessa alveg í botn.  

 Þá vorum við komin á Vopnafjörð.  Nú þurfti að taka ákvörðun.  Átti að aka á Bakkafjörð, Þórshöfn og taka Öxarfjarðarheiðina heim, heldur langt því þannig að ákvörðun var tekin um að fara Fossheiðina heim, enda hef ég aldrei farið hana.  Það var mjög gaman að fara þarna þá sá maður yfir Vopnafjörðin, Bustarfell og aðrar náttúruperlur.  Gaman af því.  

Þar sem ég hef aldrei gefið mér tíma til að fara að Dettifossi var tekin ákvörðun um að renna þangað.  Þvílíkur vegur ég get sko sagt ykkur það að hafi verið laus skrúfa eða ró í bílnum hjá mér, þá er hún það ekki lengu,  hún er farin.  Ef einhver frá Vegagerðinni eða þekkir einhvern hjá Vegagerðinni hvernig væri þá að gera eitthvað í þessu.  En burt séð frá því þá var þetta bara stórfenglegt. 

Við höfðum ekki tíma í mikið meira stopp. Dimmuborgir, Jarðböðin og Mývatn verða að bíða betri tíma.  Við komun til Akureyrar á miðnætti þá búin að vera á 12 tíma ferðalagi lagt 555 km að baki skoðað hverja náttúruperluna á fætur annarri.  Í heild var keyrt 1315 km í þessu ferðalagi.  Eftir stutt stopp heima, sundferð í  Hrafnargilslaug og farið með bílinn í smurningu erum við að leggja af stað aftur og nú er stefnan tekin vestur á Snæfellsnes og þaðan suður til Reykjavíkur, hver veit svo í hvaða ævintýrum við endum þar.  En takk fyrir okkur kæru fólk fyrir austan.  Þetta var æðisleg dvöl hjá ykkur.


Mjóifjörður og Dalatangi

Í dag var planið að fara á Eskifjörð og Neskaupsstað en ég ákvað að taka "smá" rúnt þar sem ég sá skilti Mjóifjörður 33 km.  Til að gera langa sögu stutta þá enduðum við á Dalatanga.  Á tímabili rifjaðist það upp fyrir mér hvernig það var að keyra Ólafsfjarðarmúlan áður en göngin komu en Guð minn góður þvílík náttúruperla sem þessi staður og reyndar öll leiðin er.  Við stoppuðum í Brekkuþropi í Mjóafirði og fengum okkur kaffi og appelsín. 

 Mjög gaman að koma þarna, gott viðmót og þægilegt.  Svo þegar við komum að vitanum á Dalatanga var auvitað stoppað og myndað.  Auðvitað var ekki hægt annað en að njóta þess að standa þarna,  vá þetta er þvílík náttúruundur, ótrúlegt. Auðvitað eins og þið sjáið voru teknar myndir í ferðinni og er einnig hægt að skoða þær í myndaalbúminu hér á síðunni undir albúmið Landið.  Svo var nú stoppað hér og þar til að skoða betur eða ná sér í vatn í brúsa úr næstu lækjarsprænu.  Sonur minn sá fullt af myndum úr fjöllunum t.d. Bionical kalla og kubbafjöll.  En eitt get ég sagt ykkur það var alveg þess virði að fara þennan "smá rúnt".      


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband