sun. 5.8.2007
Haustdagar
Ekki er hægt að segja annað en nú séu haustdaga. Norðan kaldi og rigning. Samt er eitthvað svo notalegt við þetta. Fyrir mér er Verslunarmannahelgin alltaf byrjunin á haustinu og lok sumars, ekki misskilja mig, mér finnst sumarið yndislegur tími og hef ekkert ámóti góðu hausti eða lengra sumri en samt. Það er aðeins byrjað að rökkvar og lífið aftur að komast í það sem ég kalla normið, þar til jólin koma. Talandi um það já ég er byrjuð að kaupa jólagjafirnar. hohoho skildi ég fá jólahjól.
Við mæðginin erum nú byrjuð að vinna aftur og unginn mættur í leikskóla. Auðvitað bara tóm gleði með það allt saman enda búin að eiga alveg æðislegt og viðburðaríkt sumarfrí. Reyndar er smáviðbót núna þessa dagana þar sem við höfum nú aðeins kíkt á hátíðarhöld helgarinnar. Á föstudagskvöld eftir fjós var skundað í tívolí. Mikil upplifun það og svo var kíkt á torgið til að skoða hvað var þar í boði. Þó kalt væri vorum við bara vel klædd og höfðum gaman af. Sonur minn hafði nýverið uppgötvað að Páll Óskar var sko í alvörunni til, þannig að við gerðum okkur ferð í rigningu og ekta haustveðri á laugardeginum til að berja þennan mann augum og eyrum. Sonur minn var alveg í skýunum yfir þessu öllu saman og við letum veðrið sko ekkert stoppa okkur, bara dróum fram vetrargallan og bros á vör. Fórum svo í afmæli til frænku og í fjós. Alveg hreint ágætis dagur eftir rólegheit fyrri partinn.
Athugasemdir
Komiði sæl! Aftur ætla eg að prófa að skrifa og gá hvort tölvan samþykkir skrifin. Maður verður nú að sjá þessa kalla í alvöru áður enn maður samþykkir að þeir seu til. Takk fyrir að bjóða mer á rúntin í gær það var gaman.
unnur maría amma og mamma (IP-tala skráð) 8.8.2007 kl. 00:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.