sun. 12.8.2007
Lögmálið
Lögmálið um orsök og afleiðingu. Ekkert er sjálfssprottið. Bændur gera ekki ráð fyrir því að fá eitthvað fyrir ekkert. Þetta merkir að til þess að eitthvað gerist þarf ávallt eitthvað annað að orsaka það. Ef þú vilt uppskera radísur verður þú fyrst að sá radísufræjum. Þannig veit bóndi að ef hann uppsker radísur þá hlýtur hann að hafa sáð radísufræi. Þú heyrir bónda aldrei halda því fram að jarðaberin sem hann uppskar hafi sprottið af radísufræjum.
Við getum semsagt ákvarðað orsökina út frá afleiðingunni því við vitum að þetta tvennt er ávallt háð hvort öðru.
Ef hugsun þín er orskökin (fræið), hver er þá afleiðingi, (uppskeran)?
Athugasemdir
Góð pæling hjá þér! Ég held mikið uppá Pollýönnu heimspekina, jákvætt hugarfar gefur oft jákvæða útkomu
Guðrún Sæmundsdóttir, 18.8.2007 kl. 12:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.