Á leið í Vaglaskóg

Við skelltum okkur í Vaglasóg um helgina.  Stoppuðum upp í Víkurskarði og tókum þessar myndir út Eyjarfjörðin.

   


Annasamir dagar

Það er ekki laust við að það sé bara alveg brjálað að gera þessa dagana.  Nú er sumarfríið að nálgast og alveg er það merkilegt hvað er mikið að gera síðustu dagana fyrir frí.  Sonurinn er kominn í sumarfrí frá leikskólanum eftir morgundaginn og meiningin var að svo yrði líka hjá mér.  En ótrúlegt nokk þá er ég búin koma mér í vinnu eina viku til.  Byrjaði á því að bóndinn sem ég er í fjósi hjá bar sig heldur illa, vegna anna og veikinda í kringum sig.  Jú jú helt nú að það væri alveg gerlegt að taka fjósið einni viku lengur,  svo ákvað ég að þar sem ég væri nú að vinna og færi ekki neitt þá vikuna mundi ég bara taka heimilishjálpina líka þar sem ég get tekið barnið með mér.  Svo kom beiðni frá vinnuveitanda mínum á skrifstofunni að vera fyrstu vikuna í júli þar sem hún yrði ekki komin heim fyrr en þarna í miðri vikunni.  Og þar sem ég var búin að ákveða að taka vinnuviku í hinum vinnunum og ekki að fara neitt þá reyni ég auðvitað að koma því í kring.  Þannig að þegar upp er staðið er ég að vinna fyrstu vikuna í júlí.  Snillingur.  Niðurstaðan: sumarfríinu frestað um eina viku......

En þrátt fyrir það er planið að skella sér í útilegu um helgina.  Ég fór ekkert í fyrra þannig að nú á að skella sér.  Ég skal nú reyndar játa það hér og nú að ég er svo sem ekkert mikil útilegu manneskja.  Mig langar voðalega mikið til að vera það en þegar upp er staðið og málið er skoðað á mjög raunsæjan hátt þá má segja að ég sé í baráttu sæti í áhugamannadeildinni þegar kemur að útilegum.  Reyndar væri nú réttara að segja að ég væri utan deildar frá því á síðasta ári, en stefni baráttuglöð á að vinna mig upp í áhugamannadeildina þetta árið og stefni á að halda sætinu þar.  Hvað varðar atvinnumannadeildina þá held ég að viðhorfsbreytingin megi verða mikil til að komast þangað.   Gasp þetta er nú meira bullið.

En hvað sem því líður þá er ég búin að fá lánað útleguúthaldið hennar mömmu og stefni glöð og kát í Vaglaskóg um helgina ásamt syni og vinkonum sem vilja koma með.  Ég ætla að njóta útiverunnar og náttúrunnar eins og ég hef aldrei gert áður og hafa gaman af þessu öllu saman.

Lifðu í lukku en ekki í krukku !  W00t


Aldur hvað?

Ótrúlegt,   24 eða 84 þarna virðist ekki mikill munur vera á,  alla vega ekki í hreyfigetu...... eða hvað í ósköpunum á maður að segja um þetta????? W00teðaCrying  veit ekki......

http://www.youtube.com/watch?v=bKRZv6NGjdc


Esjan, alveg þess virði.

Frábært hvað margir mæta þarna.  Þetta fjall er náttúrulega alger snill. Örstutt frá borginni, þægilegt en tekur í að ganga upp,  óborganlegt útsýni (þó hann næði) af toppnum.  Alger snilld.  Ef þú  ert ekki búin að ganga á Esjuna þá skora ég hér með á þig að gera það.  Alveg þess virði.
mbl.is Á fjórða hundrað manns gekk á Esju í gærkvöldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smá svona sunnudagsgrín :)

Ung og falleg kona var á leið heim úr verslunarferð í útlöndum. Hún spurði prestinn sem sat við hliðina á henni í vélinni hvort hann gæti mögulega gert sér greiða.

"Að sjálfsögðu barnið mitt" sagði klerkurinn, "hvað get ég gert fyrir þig?"

"Sko, ég keypti rándýra hárþurrku í útlöndum og ég er hrædd um að ég verði stoppuð í tollinum" sagði konan. "Er nokkur leið að þú farir með hárblásarann í gegnum tollinn. Þú gætir til að mynda geymt hann undir hempunni."

"Ég vil endilega aðstoða þig vina mín, en ég mun hins vegar ekki ljúga fyrir þig" sagði presturinn.

Eftir að vélin var lent og þau komu að tollinum fór presturinn á undan. Tollvörðurinn stöðvaði prestinn og spurði hann hvort hann væri með eitthvað sem gera þyrfti grein fyrir.

"Ég er ekki með neitt slíkt frá mitti og upp úr" sagði presturinn

"Hvað ertu með neðan beltis?" spurði tollvörðurinn.

"Þar er ég með magnað tæki sem er hannað til að gagnast konum, en er enn sem komið ónotað."


Lifi enn á helginni.

Þá er vel liðið á vikuna, sumarfríð nálgast og loksins er komin rigning.  Já það var bara alveg kominn tími á smá rigningu, aðeins að bleyta í gróðrinum.

Ég get sko sagt ykkur það að helgin var svo góð að ég lifi enn á henni.  Á Þjóðhátíðardaginn skelltum við okkur í bæinn með Guðrúnu og Gabríel.  Auðvitað var aðeins stoppað við sviðið, keypt rándýr blaðra og við mæðginin letum okkur hafa það að bíða og bíða í röð til að drengurinn gæti nú rennt sér nokkrar ferðir í uppblásinni rennibraut hjá Skátunum.  Svo kíktum við í "túristaverslunina" Víkingur á göngugötunni.  Alger snilld þessi búð.  Þessi búð er trúlega eitt best geymda verslunarleyndarmál hér á Akureyri.  Ef þú hefur ekki farið þarna nýlega eða aldrei þá held ég að það sé kominn tími til að reima á sig betri skóna, tölta í bæinn og skella sér í Víking. (ódýr þessi maður LoL)

Laugardagurinn var alger snilld.  Eftir fjósið tókum við því bara rólega, fengum okkur morgunmat.  sonurinn horfði á barnaefni, mamman bloggaði og drakk nýmalað morgunkaffið í morgunkyrrðinni.  Svo drifum við okkur í sund í Hrafnargilslaugina, fengum okkur ís og skelltum okkur svo í Jólahúsið.  Það er nú betra að hafa vaðið fyrir neðan sig og byrja að huga að jólunum, það styttist óðum. FootinMouth     Jóhann fékk sér hangiket hjá jólasveininum og ég keypti mér karmellur og skoðaði úrvalið.  Svo tókum við rúnt um bæinn.  Þvílík umferð,  ég þurfti að bíða fimm sinnum á umferðaljósi hér í bæ,  og það gerist ekki á hverjum degi.  Drengurinn lagði sig í smá stund eftir allan hamaganginn og mamma dreif sig í kaffi í Jötunnfell, enda orðin vel kaffiþyrst eftir þetta allt saman.  Góð stund þar, takk fyrir mig. Joyful Þá var kominn tími til að láta sjá sig í grillveislunni sem við vorum boðin í.  ummmmm ég held sveimer þá að ég sé bara enn södd eftir þetta, enda át ég eins og hross í afmæli !!!!  FootinMouth


Hérna er einn snilldar ljósku brandari sem þið ættuð að gefa ykkur tíma í að lesa

Þessar ljóskur ....

Brúnka, rauðka og ljóska vinna saman á skrifstofu.

Þær taka eftir því að á hverjum degi fer fröken Sigríður yfirmaður þeirra aðeins of snemma heim úr vinnunni.
Einn daginn spjalla þær saman og sjá sér leik á borði að stelast Næsta dag þegar yfirmaðurinn fer læðast þær út stuttu síðar.

Brúnkan fer heim til sín og beint í rúmið, ákveðin í því að vakna snemma næsta morgunn og nýta tímann vel. 

Rauðkan notar aukatímann með því að fara á líkamsræktarstöð áður en hún fer út að borða með vini sínum.

Ljóskan fer heim, gengur inn í svefnherbergið og sér eiginmann sinn í rúminu með fröken Sigríði, yfirmanni sínum. Hún lokar hurðinni og fer út.

Næsta dag ræða brúnkan og rauðan um það að nota sömu aðferð og daginn áður. Þær spyrja ljóskuna hvort hana langi til að fara aftur snemma heim.

"Nei" segir ljóskan. "Það komst næstum því upp um mig í gær!"


Tímamót, sex ár.

Jæja. það hafðist, í dag eru sex ár frá því að ég tók síðasta sopan.  Ótrúlegt, það er eins og það hafi gerst í gær.  Þó, þegar ég hugsa um það þá hefur alveg ótúlega margt breyst í lífi mínu síðustu sex ár  Og það sem meira er mest allt til góðs.  Ég hefðu aldrei trúað því þegar ég gekk inn á Vog,  bara til að hætta að drekka, hvað margt gæti bara yfir höfuð breyst.  Ég bara trúði því að ég hefði gert eitthvað af mér í fyrri lífum og væri að taka refsinguna út í þessu lífi.  Ég var ekki búin að átta mig á hversu mikil áhrif dansinn við Bakkus hafði á mitt líf, lífsviðhorf og lífsgæðin.

Ég trúi því að ég eigi alltaf möguleika ef ég drekk ekki í dag.

Ég og sonur minn tókum daginn snemma með aukavakt í fjósinu.  Alveg yndislegt Grin.  Ótrúlegt hvað það gerir fyrir mann sálrænt að vakna svona snemma og gera gagn, nota bene klukkan er ekki orðin 10 á laugardagsmorgni.  ( maður var nú stundum ekki kominn heim á þessum tíma hérna í denn)  Nú er drengurinn að horfa á barnaefnið og mamman að blogga áður en farið verður í sund í nýju Hrafnargilslauginni.

Þetta verður góður dagur.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband