Sjálfshjálparbækur

Þeir sem til mín þekkja vita að Sjálfshjálparbækur eru eitthvað sem freistar mín.  Oftar en ekki þá læt ég undan þeirri freistingu að lesa slíkar bækur.  Eins og með allt annað eru þeir mjög misjafnar bæði hvað varðar efnistök og gæði.  En eitt eiga þær þó sameiginlegt fyrir mig að þær vekja mig til umhugsunar.

Þær bækur sem ratað hafa á náttborðið hjá mér þessi misserin eiga þann boðskap sameiginlegan að benda á mátt hugans og hugsunar.  Þú færð það sem þú hugsar.  Þú ert það sem þú hugsar.  Auðvitað eftir allan þennan lestur þá var ekki annað hægt en að huga nú aðeins að hvað er ég að hugsa.  Hver eru viðhorf mín og hvar liggja gildin.  Ef lögmálið er að ég uppskeri eins og ég sái,  og uppskeran er ekki eins og ég ætlaði þá verð ég líklega að skoða hverju ég sáði og með hverju ég vökvaði eða hvaða áburð ég notaði.

Eftir smá umhugsun var ekki annað hægt en að taka meðvitaða ákörðun um að gera sér líið ekki erfiðara en það þarf að vera.  Mamma sagði gjarnan við okkur systkynin " Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir"  Það tók mig mörg ár að skilja hvað þetta þýðir í raun.  Ég er allavega búin að ná betri skilnig á því í dag en ég hafði í gær. 

Nú er það yfirlýst stefna heimilisins að gleði og jákvæðni skal höfð að leiðarljósi.  Maður missir af ef maður er alltaf í fýlu.  Ég geri mitt besta til að vera betri manneskja í dag en í gær.  Við þökkum fyrir það sem við höfum og reynum að njóta þess.   Við erum eins hreinskilin og unnt er, (svo framarlega að það geri betra) en ekki taka það persónulega.  Ótrúlegt en satt,  lífið gengur svo miklu betur í dag en í gær.  Aðstæður og daglegt líf hafi ekki mikið breyst,  "bara" viðhorfið.   Þetta er samt allt annað líf.  Sveimer þá ef þetta virkar ekki bara.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir í gær! Vel mælt dóttir góð. Í mörg ár er eg búin að reyna að lifa eftir því að eg breyti ekki fortíðini, en mögulega getur eg breitt núinu og framtíðini. Eg skapa mína eigin framtíð en er sátt við fortíðina.     Gangi ykkur vel í jákvæðnini. Uppáhalds leikurin minn er Pollýönnuleikurinn , hann virkar vittu til.      Sólar kveðjur

mamma eða amma (IP-tala skráð) 19.8.2007 kl. 13:22

2 identicon

Sæl gamla pössunarbarn mitt

Við þökkum auðvitað kærlega fyrir komuna í sumar, og hlökkum til næsta sumars!  Það er mikið til í þessu sem að þú skrifar, það borgar sig að vera jákvæðin, það smitar út frá sér.  Bestu kveðjur til þín og hins spræka Jóhanns Haralds. 

Pössunarpían. (IP-tala skráð) 19.8.2007 kl. 13:45

3 Smámynd: Hafdís Jóhannsdóttir

Já einhverstaðar las ég ( í sjálfshjálparbók, nota bene) að atburðum fortíðar yrði ekki breytt, einungis viðhorfinu til þeirra.  Og ef maður spáir aðeins í þessu þá reyndar get ég breytt fortíðinni með því sem ég geri í nútíðinni þ.a. ef guðlofar verður nútíðin senn forríðin.

Svo ég get því breytt fortíðinni með því að eiga góða og jákvæða nútíð.  Ekki satt...

Takk fyrir gærdaginn, senn verður hann gleðiminning í fortíðinni.   Og takk fyrir að fá að koma til þín í sumar gamla pössunarpía og sömuleiðis hlökkum við til næsta sumars.  Bestu kveðjur vestur.

Hafdís Jóhannsdóttir, 19.8.2007 kl. 14:06

4 identicon

"Dveldu ekki í fortíðinni, hugsaðu ekki of mikið um framtíðina, einbeittu þér frekar að núinu" 

Minnir að þetta sé búddísk speki.  Eníveis, glatað að hitta þig ekki um helgina, en það verða fleiri helgar.   Séééérstaklega í október, þegar við ætlum að leggja land undir fót og ferðast eilítið um landið SAMAN í fæðingarorlofi sameiginlegu.  Já, við ætlum að vera SAMAN í fríi í heilann mánuð, taktu eftir...ha ha ha....

 Heyri í þér bráðum og mundu..."Þú ert það besta...."

Ingunn Bé (IP-tala skráð) 20.8.2007 kl. 23:56

5 Smámynd: Hafdís Jóhannsdóttir

Já var einmitt að hugsa um það áðan að ég hitti þig ekkert um helgina. En ótrúlegt það á bara að fara í ferðalag saman, gaman af því 

Nákvæmlega það besta sem..........

Hafdís Jóhannsdóttir, 21.8.2007 kl. 16:11

6 identicon

hæ hæ ohh ég elska td að lesa munkinn :)   hún er nú búin að hjálpa mikið :)

annars kveðja bara og förum að heyrast

                      lóa

Lóa (IP-tala skráð) 22.8.2007 kl. 11:58

7 Smámynd: Hafdís Jóhannsdóttir

Já Lóa Munkurinn var alveg snilldar lesning.  Með þeim betri sem ég hef lesið.  Já endilega verðum að fara að heyrast.

Hafdís Jóhannsdóttir, 23.8.2007 kl. 17:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband