Útilegan

Þá er maður formlega kominn í áhugamannadeildina útilegufólksins.  Svo er bara að vinna sig upp deildina. En ég sá það að það er sko langt í það að ég nái atvinnumannadeildinni.  Þá er ég að tala um skuldahala og/eða sigunahreysið með hvíta-leðurhornsófanum og míni viðargirðingu og makindalegan álf með skildinu velkominn í garðinum.  Nei, þá fannst mér þetta nóg samt, tjald, dýnur, grill, gas, pottar, stólar.............. það er bara eins og maður sé að flytja að heiman.  En engu að síður var þessi helgi alveg frábær.  Við fengum alveg yndislegt veður og þar sem ferðafélagarnir voru nokkuð sammálum um að velja sér nokkuð afskektan stað í skóginum var krúsað um skóginn þangað til rjóðrið fannst.  Þar breyddum við úr okkur eins og við gátum.                                           

 

Auðvitað var grillað, farið á göngu, leikið, og setið með kakó, kaffi og nammi við varðeldinn.  Þetta er nú bara gaman,  drengjunum tveimur fannst æðislegt að geta velt sér út úr tjaldinu og göslast á náttfötunum í modinni og mígið þar sem staðið var.   Við mömmurnar nutum þess sko í botn að geta setið á tvíburahúfunum og notið sólarinnar án þess að ofbjóða öðrum tjaldgestum.  Alveg frábært.      Takk fyrir góða helgi samferðafólk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband