Hveragerði, Ikea, Kolaportið, heim

Þá er ferðalaginu lokið.  Þetta er sko búið að vera meira fríið.  Við vorum nú samt ótrúlega hress eftir Esju-gönguna, en þó var nú sofið aðeins lengur og mátti merkja framan af degi að drengurinn var ekki alveg á fullan orkutang.  En það er bara í góðu lagi, enda þrekvirki hjá svona litlum kropp að komast þó þetta langt upp.  En þá var nú komið að IKEA, þvílíkt og slíkt, Jóhann vildi fara í Ævintýra skóg, barnapössunina þar,  hámarkið var klukkutími, ég var ekki búin að koma mér í gegnum búðina á þeim tíma, þetta er sko almennileg verslun.

Þá var það Hveragerði.  Ég var nú að hugsa um það á leiðinni að það eru nú breyttir tímar frá því að ég bjó þarna.  Þá fórum ég og þáverandi sambýlismaður minn stundum sunnudagsrúnt til Hveragerðar.  Þá var þetta þægilegur, afslappandi og góður leiðangur.  Nú er þetta sko orðið annað.  Brjáluð umferð og allir að flýta sér.  Mikil uppbygging hefur orðið þarna, verslanir jafnt sem hús.  Við fórum í Eden,  mér finnst alltaf svo notalegt að koma þarna, afslappað og heimilislegt,  þó mætti nú alveg hafa smá kynninu á borðtuskum og öðrum hreingerningar vörum.  En við fengum okkur ís, og varð ekki meint af þrátt fyrir sóðalegt afgreiðsluborð, skoðuðum blómaskálan og annan varning sem var þarna í boði.  Á ég að vera eins og bóndi?

Við vorum svo ótrúlega heppin að vera boðin í grill hjá frændfólki og mættum aðsjálfsögðu þangað.  Þá voru mamma og bróðir líka komin í bæinn og voru þar líka.  Hrikalega notalegt, grill á pallinum við arineld.  Þá var nú klukkan orðin of magt til að leggja af stað norður og okkur bauðst gisting hjá frænku og þáðum það.  Takk kærlega fyrir okkur. 

Eitthvað dróst nú að hafa sig af stað en það hafðist þó með viðkomu á kaffihúsi í Smáralindinni og kolaportinu.  Þetta var bara skemmtilegur dagur.  Ég náði að gera nokkuð góð kaup á hlutum sem passa vel í notaða innbúið mitt.  Ekkert eins er, helst notað er stíllinn á þessu heimili.  Við keyrðum svo norður í alveg hreint meiriháttar góðu verðri.

Við erum nú bara mjög ánægð með þetta sumarfrí okkar.  Egilsstaðir, Kárahnjúkar, Sænautasel, Seyðisfjörður, Reyðarfjörður, Fáskrúðsfjörður, Mjóifjörður, Dalatangi, Hallormsstaðaskógur, Selskógur, Borgafjörður Eystri, Hellisheiði Eystri, Vopnafjörður, Fossheiði, Dettifoss, Goðafoss, Kirjufellsfoss, Laxadalsheiði, Skógarströnd, Gundarfjörður, Snæfellsnesið, Snæfellsjökull, Esjuganga, Perlan, Hveragerði, Ævintýraland, Ævintýraskógur,  Gott veður og góður félagsskapur.  Takk fyrir okkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sælar Gleymdi að hringja er komin heim. Takk fyrir síðast

mamma eða amma (IP-tala skráð) 31.7.2007 kl. 02:00

2 identicon

Sko, er ekki buin ad fa mer office i nyja lapparann, svo madur verdur ad skrifa pinu bjagad ha ha ha ha.

Frabaert ferdlag hja ykkur, skal hingja i til vid gott tilefni.  Erum flutt i Bjalfatrod, siminn tar er 4711062.  Nyjustu frettir af Open eru taer, ad vid aetlum ad beila a ollu galleriinu og gera eitthvad annad.  Hvad tad verdur kemur i ljos.

 Kv I, P og synir

Ingunn Be (IP-tala skráð) 31.7.2007 kl. 12:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband