Gengið á Esjuna.

Í kvöld var gengið á Esjuna.  Við náðum þó ekki alveg á toppinn en fórum ansi langt með það, áttum ekki langt í steininn sem er 5 áfangi af 6 en drengurinn var farinn að kvart mjög mikið þrátt fyrir að móðirinn væri búin að burðast með hann á bakinu af og til síðari hluta leiðarinnar.  Ég ætlaði á toppinn en hafði það bara ekki í mér að pína barnið meira þannig að við gerðum bara samkomulag um að reyna aftur að ári enda yrði hann þá orðinn 5 ára og þá ætlum við á toppinn.  En þetta var nú samt nokkuð gott bara hjá okkur.  

Við erum reyndar búin að hafa alveg yndislegan dag.  Byrjuðum daginn á Cafe Milanó, náðum í bílinn, fórum á Cafe París, Jóhann hljóp um Austurvöllin og Ingólfstorg þar sem hann reyndar var líka að bursla í vatninu sem flæðir þar um.  Það fannst honum mjög gaman.  Svo rúntuðum við aðeins um Reykjavík.  Fórum í Perluna og renndum á Seltjarnarnesið.  Kíktum síðan í kaffi á pallinn hjá ættingjum hérna.  Svo eins og fyrr segir þá enduðum við daginn á Esju-göngu. 

Sveimer þá ef ég er þá ekki bara búin að ná því að vera alvöru túrhestur í Borginni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband