Komin aftur af stað

Þá erum við komin til Reykjavíkur.  Við pökkuðum aftur í töskur og brunuðum af stað s.l. laugardag.  Tókum þó aðra stefnu við Brú í Hrútafirði, en ég geri vanalega, renndum yfir Laxadalsheiði, Skógströndina og á Grundarfjörð til "gömlu" pössunarpíunnar.  Ég held ég hafi ekki hitt hana í 10 - 12 ár eða meira.  Mjög gaman af þessu,  farið var í lautarferð við Kirkjufellsfoss þar sem börnin böðuðu sig í fossinum og höfðu gaman af þó kalt hefði verið.  Ég veit það að sonur minn gleymir þessari upplifun seint eða aldrei.  Takk kærlega fyrir okkur.

Þegar lagt var af stað aftur lá leiðin áfram suður Snæfellsnesið.  Ótrúleg fegurð.  Sonurinn lagði sig eftir allan spenningin, ég dólaði mér um um nesi og naut náttúrfegurðar í sólinni.  Auðvitað var ekki hægt annað en að renna upp að Snæfellsjökli af því að ég var nú komin þetta langt.  Stórkostlegt.  Ég gat ekki annað en velt því fyrir mér, hvers vegna hef ég aldrei gert þetta fyrr,  öll þau ár sem ég bjó í Reykjavík hafði ég mikið dálæti á þessum stórfenglega jökli sem ég hafði útsýni yfir um tíma.  En ég hef í það minnsta látið verða af þessu núna.   Nú erum við komin til Reykjavíkur.  Búin að fara í Kringluna, þar fór Jóhann í Ævintýraland mikið gaman mikið fjör.

Þó eru ekki allir eins ánægði í þessu ferðalaginu,  Bíllinn minn mótmælti svo að ég sá mér ekki annað fært en að láta líta á hann.  Þar er hann svo búinn að hafa aðsetur en er nú tilbúinn.  Dýrt spaug,  ég get ekki annað en velt því fyrir mér,  hvað ætli ég verði lengi að vinna fyrir skuldinni ef ég vaska upp á kaffistofunni?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ, erum bara að forvitnast hvernig gengur á ferðalaginu. Erum að flytja á laugardaginn, flotað í dag en mamma bíður eftir allri hersingunni til dvalar til lengri eða skemmri tíma.

Ingunn Bé (IP-tala skráð) 26.7.2007 kl. 12:23

2 Smámynd: Hafdís Jóhannsdóttir

Vá þetta bara skot gengur hjá ykkur.  Vá vá hvað það á eftir að verða gaman hjá mömmu þinni bið að heilsa

Hafdís Jóhannsdóttir, 27.7.2007 kl. 00:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband