Heimleiðin

555 km að baki.  Heimleiðin var sko algert æði.  Við pökkuðum í  bílinn og brunuðum af stað á Borgarfjörð Eystri.  Í himnesku veðri keyrðum við alveg guðdómlega fallega leið.  Við fengum okkur kaffi og Egils appelsín í gleri á kaffihúsinu á Bakkagerði, Álfasteinn.  Þar var líka verlað grjót.  Svo fórum við í Hrafnhólma skoðuðum lundan og nutum sólarinnar.  Á leiðinni frá Bakkagerði og áður en við fórum fyrir Landsenda heyrðist í aftursætinu, " mamma ég sé guð"  þá vitum við það ef þú horfir í gegnum glerflösku "egils appelsín" á Borgarfirði Eystri þá sérðu guð. 

Þá lá leiðin til baka og fórum við yfir Lagafossvirkjun og keyrðum Hróarstunguna, stefnan var tekin yfir Hellisheiði Eystri.  Ég hef tvisvar farið þá heiði en alltaf í þoku.  En í þessari ferð var ég bænheyrð, engin þoka.  Vá þetta var alveg æðislegt þvílík fegurð, ég sé sko ekki eftir því að hafa tekið þennan krók.  Ég var svo heilluð að ég bara á ekki til orð.  Stoppaði oft og naut þessa alveg í botn.  

 Þá vorum við komin á Vopnafjörð.  Nú þurfti að taka ákvörðun.  Átti að aka á Bakkafjörð, Þórshöfn og taka Öxarfjarðarheiðina heim, heldur langt því þannig að ákvörðun var tekin um að fara Fossheiðina heim, enda hef ég aldrei farið hana.  Það var mjög gaman að fara þarna þá sá maður yfir Vopnafjörðin, Bustarfell og aðrar náttúruperlur.  Gaman af því.  

Þar sem ég hef aldrei gefið mér tíma til að fara að Dettifossi var tekin ákvörðun um að renna þangað.  Þvílíkur vegur ég get sko sagt ykkur það að hafi verið laus skrúfa eða ró í bílnum hjá mér, þá er hún það ekki lengu,  hún er farin.  Ef einhver frá Vegagerðinni eða þekkir einhvern hjá Vegagerðinni hvernig væri þá að gera eitthvað í þessu.  En burt séð frá því þá var þetta bara stórfenglegt. 

Við höfðum ekki tíma í mikið meira stopp. Dimmuborgir, Jarðböðin og Mývatn verða að bíða betri tíma.  Við komun til Akureyrar á miðnætti þá búin að vera á 12 tíma ferðalagi lagt 555 km að baki skoðað hverja náttúruperluna á fætur annarri.  Í heild var keyrt 1315 km í þessu ferðalagi.  Eftir stutt stopp heima, sundferð í  Hrafnargilslaug og farið með bílinn í smurningu erum við að leggja af stað aftur og nú er stefnan tekin vestur á Snæfellsnes og þaðan suður til Reykjavíkur, hver veit svo í hvaða ævintýrum við endum þar.  En takk fyrir okkur kæru fólk fyrir austan.  Þetta var æðisleg dvöl hjá ykkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásta Björk Solis

eidislegt ferdalag hja ther,hvernig er thad stoppadir thu nokkud a Djupavogi?

Ásta Björk Solis, 21.7.2007 kl. 16:50

2 Smámynd: Hafdís Jóhannsdóttir

Heyrðu nei ég stoppaði ekki á Djúpavogi. En nú erum við komin á Grundarfjörð.  Þetta er alveg yndislegt líf.  Gaman af þessu.

Hafdís Jóhannsdóttir, 22.7.2007 kl. 00:17

3 identicon

Hæ hæ, frábært ferðalag á ykkur. Þökkum kærlega fyrir samveruna hérna fyrir austan, Jóhann sýndi snilldar takta eins og venjulega ;-)

Erum byrjuð að pakka niður, allt stefnir í innflutning í kringum 15 ágúst.....vonandi...ha ha ha ha

Sjáumst.

Ingunn Bé og slegti (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband