Mjóifjörður og Dalatangi

Í dag var planið að fara á Eskifjörð og Neskaupsstað en ég ákvað að taka "smá" rúnt þar sem ég sá skilti Mjóifjörður 33 km.  Til að gera langa sögu stutta þá enduðum við á Dalatanga.  Á tímabili rifjaðist það upp fyrir mér hvernig það var að keyra Ólafsfjarðarmúlan áður en göngin komu en Guð minn góður þvílík náttúruperla sem þessi staður og reyndar öll leiðin er.  Við stoppuðum í Brekkuþropi í Mjóafirði og fengum okkur kaffi og appelsín. 

 Mjög gaman að koma þarna, gott viðmót og þægilegt.  Svo þegar við komum að vitanum á Dalatanga var auvitað stoppað og myndað.  Auðvitað var ekki hægt annað en að njóta þess að standa þarna,  vá þetta er þvílík náttúruundur, ótrúlegt. Auðvitað eins og þið sjáið voru teknar myndir í ferðinni og er einnig hægt að skoða þær í myndaalbúminu hér á síðunni undir albúmið Landið.  Svo var nú stoppað hér og þar til að skoða betur eða ná sér í vatn í brúsa úr næstu lækjarsprænu.  Sonur minn sá fullt af myndum úr fjöllunum t.d. Bionical kalla og kubbafjöll.  En eitt get ég sagt ykkur það var alveg þess virði að fara þennan "smá rúnt".      


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábærar myndir

unnur maría (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 03:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband