Kárahnúkar, Sænautasel, Reyðarfjörður.....

Jæja þá er maður orðin svo frægur að hafa komið að Kárahnúkum.  Vá hvað er mikið af náttúruperlum þarna á leiðinni uppeftir.  Og Vá hvað þetta er allt stórt þarna..... ég er svo til orðlaus.  Við þvældum svo þarna um hálendið fengum okkur lummur og kakó í Sænautaseli.  Þetta er alveg ótrúlegt ég held ég sé ekki alveg búin að ná þessu enn.

Svo renndum við mæðginin yfir á Seyðisfjörð og kíktum í kaffi til vinkonu minnar sem ég hafði nú ekki séð í tvö ár.  Ótrúlegt hvað tíminn líður hratt.  Þó var eins og ég hefði hitt hana í gær.  Alveg ótrúlega gaman af þessu og fegin er ég að hafa drifið mig yfir heiðina.   Svo renndum við sonurinn Fagradalinn í gær og enduðum í Reyðarfirði.  Nei önnur borg heyrðist þá í aftur sætinu.  Honum fannst nú ekki mikið til koma þegar ég var svo að reyna að segja honum vá sjáðu álverið, umm já, voru einu svörin sem ég fékk.  En þar sem við vorum komin þetta langt var ákveðið að renna á Fáskrúðsfjörð.  Og aftur heyrðist nei önnur borg.  Þó fannst okkur enn merkilegra að það var sól þegar við fórum inn í fjallið en engin sól þegar við komum út.  Hver tók sólina.  Eins þegar við heldum heim á leið þá var engin sól þegar við fórum í göngin en sól þegar við komum út úr göngunum.  Þá var minn maður kominn með nóg af þessu og lagði sig í Fagradalnum á leiðinni heim.  Auðvitað er aðeins búið að skella sér í Hallormsstaðaskóg, í sund á Egilsstöðum, skoða Kaupfélag Héraðsbúa og fá sér ís í sjoppunni.  Þetta er nú búið að vera alveg ágætis ferðalag það sem af er en þó hefur sonur minn nú aðeins nefnt það hvort við þyrftum nú ekki aðeins að skreppa til hennar ömmu, hann þurfi nú aðeins að tala við hana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Komiði sæl!  Nú ætla eg að gera aðra tilraun til að skrifa her.  Þið hafið það gaman í fríuna se eg gaman gaman

unnur maría (IP-tala skráð) 18.7.2007 kl. 09:27

2 identicon

Halló mæðgin.

Var að hringja í heimasímann en enginn svaraði. Eftir að hafa lesið bloggið skil ég hvernig á því stendur. Hvað á að vera lengi á austurlandinu? Við kannski hittumst fyrir austan um helgina? Væri náttúrlega bara snilld.

Kv Jóhanna

Jóhanna Guðlaug Sigtryggsdóttir (IP-tala skráð) 18.7.2007 kl. 20:17

3 Smámynd: Hafdís Jóhannsdóttir

Já við höfum það sko gaman í fríinu, en það fer nú að styttast í þessu hjá okkur.  Planið er að leggja í hann á morgun.

Hafdís Jóhannsdóttir, 19.7.2007 kl. 01:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband