Egilsstaðaborg........

Það er sko kominn tími til að blogga.  Eins og áður hefur komið fram erum við mæðginin á ferðalagi.  Eftir að hafa komið sér af stað, loksins, keyrðum við í himnesku veðri austur á land.  Auðvitað var stoppað við Goðafoss til að skoða, eitthvað sem mér finnst ég alltaf þurfa að gera ef ég er þarna á ferð.  Syninum fannst þetta nú heldur merkilegt þó ekki síst þar sem hann var nú sannfærður um að þarna væru nú hákarlar.  En hvað um það hann gætti nú allavega að sér þar sem hann vildi nú ekki lenda í kjaftinum á þeim.  Svo var stoppað til að pissa og fá sér smá nesti í Reykjahlíð,  þar gaf sonur minn sig á tal við hvern útlendingin á fætur öðrum til að fræða þá um orkudrykki og annan varning sem í verslunninn var.  Var nú eitthvað fátt um svör.   Auðvitað vöktu litlu ljósastaurarnir á Egilsstöðum mikla athygli en þó ekki eins mikið og Bónus.   "Mamma sjáðu Bónus, þetta er nú skrítið Bónus" glumdi í aftursætinu er við renndum þar hjá.  Ekki minkaði kátínan þegar við sáum svo Landsbankan, "mamma það er allt svo skrítið í þessari borg"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband